Dagatal-hnappurr2016

  Banner - Styrkja Neistann 2 smaller

banner_4
Panta minningarkort
Fréttablað Neistans
   Komdu kisa mín - millistór hnappur3

MailChimp Signup

Póstlisti Neistinn

 
Mánudagur, 28. nóvember 2016
Dagatal Neistans 2017

Dagatal Neistans 2017 er komið út!

Að vanda prýða dagatalið flottar myndir af hjartabörnum á öllum aldri.


Dagatalið kostar 2.000 kr. og rennur ágóðinn óskertur til styrktar hjartveikum börnum.


Þeir sem hafa áhuga á að kaupa (eða selja fyrir okkur) dagatöl geta pantað það í gegnum heimasíðuna okkar, með pósti á  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.  eða í síma 899-1823.

Forsíða 2017

 
Föstudagur, 25. nóvember 2016
Jólaball 2016

Hó Hó Hó.  Jólaballið verður laugardaginn 11. desember, kl. 14 - 16 í safnarðarheimili Grensássóknar.

 

Jólasveinninn kemur með pokann góða. 

Dansað verður í kringum jólatréð við undirleik SÍBS sveitarinnar - og allt það. 


Allir koma með eitthvað á hlaðborð en drykkir eru í boði Neistans. 

12314202 998687166863960 1294601292879411003 o

Alltaf allt pakkað á jólaböllum Neistans. Hlökkum rosalega til að sjá alla!

 

 
Mánudagur, 07. nóvember 2016
Unglingakvöld Neistans

14 október sl. hittist unglingahópur Neistans í húsakynnum Neistans að Síðumúla 6. Byrjuðum á því að háma í okkur pizzur og með því svo mætti Pílusamband Íslands til okkar sem var svo frábært að bjóða hópnum okkar uppá kennslu í pílukasti sem endaði svo í keppni þeirra á milli, við skemmtum okkur alveg konunglega og var komin mikil keppni í mannskapinn, þau voru ótrúlega fljót að komast uppá lagið. Frábært skemmtun fyrir okkur öll!

Þökkum Pílusambandinu sem og unglingunum fyrir frábæra kvöldstund, hlökkum til næsta hittings sem verður fljótlega og auðvitað hvetjum við hjartveika unglinga á aldrinum 13 + til að mæta á næsta hittng sem verður auglýstur á heimasíðu Neistans, Facebook síðunni og í netpósti svo ef þið eruð ekki með netfangið skráð hjá Neistanum þá endilega sendið okkur línu á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og skráið það hjá Neistanum,


Kær kveðja . Guðrún og Jói, umsjónarmenn unglingahópsins


Pílukastsambandið er með flott unglingastarf sem við hvetjum alla til að kíkja á en heimasíðan þeirra er hér. Öflugt og skemmtilegt starf í frábærum félagsskap!

Endilega kíkið svo á heimasíðu Pílukastsambands Íslands og á facebook síðuna þeirra


unglingakvold

 
Miðvikudagur, 26. október 2016
Spilakvöld foreldra og GUCH 2016

Hið árlega spilakvöld Neistans verður haldið þann 4 nóvember kl. 20:00 í húsnæði Neistans að Síðumúla 6, 2.hæð.

Hjartaforeldrar og GUCH-arar, mætum öll og skemmtum okkur saman!

ATH aldurstakmarkið er 18 ára!
Spiluð verður félagsvist

Flestir kunna þetta fína spil - en þeir sem muna ekki reglurnar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur. 
En maður þarf náttúrulega ekkert að kunna - aðalatriðið er að vera með.

Þeir sem mættu í fyrra vita að hverju þeir ganga enda var alveg hrikalega skemmtilegt, en í boði verður...
skemmtilegur félagsskapur, veglegir vinningar og snarl.


Hægt er að sjá meira um viðburðinn hér


(komum sjálf með dreitil til að væta kverkarnar því nóg verður spjallað - og jafnvel spilað)

Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 2. nóvember á netfangið: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .