Monthly Archives

August 2012

Kringlan með afmælissöfnun fyrir hjartveik börn

By | Fréttir

hjartabaukurÍ tilefni þess að Kringlan er 25 ára hefur verið ákveðið að gefa einskonar afmælisgjöf frá Kringlunni og viðskiptavinum til Neistans á þessum tímamótum.

 

Útbúinn hefur verið hjartalaga risasparibaukur úr plexigleri þar sem fólki mun gefast kostur á að styðja þetta góða málefni.  Hugmyndin er að fylla hann af “rauðum” peningaseðlum, sem að söfnun lokinni munu verða afhentir Neistanum.

Helga Valdís Árnadóttir, grafískur hönnuður, hannaði hjartað en Format-Akron smíðaði það og gaf vinnuna.