Skip to main content
Monthly Archives

júní 2014

Ný stjórn – nýr formaður

By Fréttir

Aðalfundur Neistans var haldinn þriðjudaginn 3. júní, 2014.

 

 Guðrún Bergmann og Guðný Sigurðardóttir

Þar bar helst til tíðinda að tveir reyndustu stjórnarmennirnir, þær Guðrún Bergmann Franzdóttir, formaður og Guðný Sigurðardóttir, gjaldkeri, gengu úr stjórn.  Tveir nýir menn voru kosnir í þeirra stað, þau Arna Bjartmarsdóttir og Árni Finnsson.

 

Nýr formaður var kosinn, Fríða Björk Arnardóttir.

 

 

Stjórn Neistans þakkar þeim Guðrúnu og Guðnýju sérstaklega vel unnin störf og mikilsvert framlag til málefna hjartafólks.

 

Skipan stjórnarinnar allrar má sjá hér.

 

 

Þá voru samþykktar lagabreytingar í þá veru að félagið nær nú utan um hjartafólk á öllum aldri – ekki bara börn.  Þetta kemur til vegna framfara og frábærs árangurs í lækningu og meðferð hjartagalla á börnum og fjölgar því fullorðnum með hjartagalla eftir því sem börnin okkar vaxa úr grasi.