Skip to main content
Monthly Archives

ágúst 2014

jakob hleypur

Reykjavíkurmaraþon 2014 – áfram Neistinn

By Fréttir

 

 

Nú verður Reykjavíkurmaraþonið á laugardaginn.  Neistinn verður að sjálfsögðu í eldlínunni.

 

Heitum á hlaupara – styrkjum Neistann – náum 1 milljón!


Velunnarar NeiReykjavikurmaraþon - Jakob hleypurstans eru hvattir til að láta eitthvað af hendi rakna og heita á hlaupara Neistans.   Hlaupara Neistans má sjá með því að smella hér.  Auðvelt er að heita á þá á síðunni en hægt er að greiða áheit með kreditkorti, millifærslu eða með því að senda áheitanúmer keppenda sem sms skeyti.

 

Við erum komin með hátt í kr. 800.000 í áheit á Neistahlaupara.  Hvernig væri að ná 1 milljón?
 

Hlaupa sjálfur til góðs – safna fyrir Neistann

Netskráningu á www.marathon.is lýkur í dag, fimmtudag) en hægt verður að skrá sig á skráningarhátíðinni í Laugardal í dag og á morgun (föstudag) kl. 14-19 báða daga.

 

Hvetjum okkar menn – mætum hjá JL-húsinu kl. 9:00

Neistafólk ætlar að safnast saman við JL-húsið (sjávarmegin – nær göngustígnum) og hvetja sína menn þegar þeir hlaupa hjá.  Heitt kakó verður á könnunni.

 

Sjá á korti hér fyrir neðan…

 

Read More

Lína langsokkur

By Fréttir

Lína langsokkur - Eva ÁgústaHvísl hvísl hvísl …

 

… ekki segja neinum en við vitum að leynigesturinn á Sumarhátíðinni verður Lína langsokkur.

 

Hún mætir á slaginu 3!  Svo ekki koma of seint.

Sumarhátíð Neistans 2014

By Fréttir

hoppikastali

 

Sunnudaginn 17. ágúst n.k. höldum við sumarhátíðina okkar í Guðmundarlundi.


Hátíðin stendur frá kl 15:00 til kl. 17:00.

 

Ratleikur, Hoppukastalar, leynigestur (Lí.. La..) og fleira skemmtilegt. 

 

Þarna verður pikknikkstemning, því boðið verður upp á
grillaðar pylsur
, drykki og ís.


 

Hlökkum til að sjá ykkur öll og að eiga með ykkur glaðan dag.



Hey, okkur vantar fólk til að aðstoða við að frussa sinnepi á pulsurnar, fylgjast með hoppuköstulunum o.fl.  Þeir sem eru til meldi sig á neistinn@neistinn.is eða á Fésbókarsíðunni okkar.


Hér er leiðarlýsing að Guðmundarlundi frá Breiðholtsbraut:

(smellið hér til að sjá hana á Google Maps)


Guðmundarlundur - leið