Skip to main content
Monthly Archives

október 2015

Vitar og völundarhús

By Fréttir

Við bendum á málþing um efni sem við þekkjum mörg hver vel

Vitar og völundarhús – vegferð fjölskyldna langveikra barna um þjónustuna.


Í tilefni af 35 ára afmæli Umhyggju nú í október býður félagið til málþings þann föstudaginn 30. október á Hilton Nordica hefst kl. 14.00 og lýkur kl. 16.30.

Í lokin verður boðið upp á léttar veitingar.

Málþingið er öllum opið  Smellið hér til að sjá nánar um dagskrána og skráningu.

Sérstaklega athyglisverðir fræðslufundir

By Fréttir


Sérstaklega áhugaverður fræðslufundur Neistans þriðjudaginn 20. október.

 

Greining alvarlegra hjartagalla á Íslandi 2000-2014

 

hjartarannsóknirHallfríður Kristinsdóttir, læknanemi, hefur rannsakað allt milli himins og jarðar varðandi hjartagalla í íslenskum börnum undir handleiðslu Gylfa Óskarssonar barnahjartalæknis.  


Þau kynna okkur þessar rannsóknir á næsta fræðslufundi Neistans þriðjudaginn 20.10 kl. 20 í Síðumúla 6.  


HallfríðurHallfríður mun fjalla um hvenær og hvernig alvarlegir meðfæddir hjartagallar greinast hjá börnum. Einnig hvenær aðgerðir og inngrip eru framkvæmd ásamt hvernig börnum með alvarlega hjartagalla á Íslandi hefur vegnað á sl. 15 árum. Velt verður upp spurningunni hvort gera megi betur í að greina alvarlega meðfædda hjartagalla fyrr, og hvort sein greining slíkra galla sé vandamál á Íslandi.


Í kjölfarið munu þau Gylfi sitja fyrir svörum og spjalla nánar um efnið ef áhugi er fyrir hendi.


Foreldrar, aðstandendur, fjölmennum nú og fræðumst um mál sem snertir okkur öll.


 –   –   –   –   –   –   –   –   –   –


Þá viljum við benda á opinn fræðslufund hjá Íslenskri erfðagreiningu laugardaginn 17. október.

 

Um hjörtu mannanna


Opinn fræðslufundur í samstarfi við Hjartaheill, um hjartasjúkdóma og erfðir verður haldinn laugardaginn 17. október kl. 14:00 til 15:30 í fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), Sturlugötu 8.

 

Erindi flytja:

 

Davíð O. Arnar, hjartalæknir, Landspítalagoogle-banner-02

Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir, Landspítala

Hilma Hólm, hjartalæknir, Landspítala og ÍE
Kári Stefánsson, læknir og erfðafræðingur, ÍE


Nánar hér.

Um hjörtu mannanna

By Fréttir

 

Opinn fræðslufundur um hjartasjúkdóma og erfðir
laugardaginn 17. október kl. 14:00-15:30 
í fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), Sturlugötu 8
ALLIR VELKOMNIR
  Íslensk erfðagreining , í samstarfi við Hjartaheill
  Nánari upplýsingar: http://www.decode.is/fundir

Davíð O. Arnar
Hjartsláttartruflanir

Guðmundur Þorgeirsson
Kransæðasjúkdómur

Hilma Hólm
Hjartasjúkdómar og erfðir

Kári Stefánsson
Af öllu hjarta

 

Síðastliðinn vetur hélt Íslensk erfðagreining fjóra opna fræðslufundi um sjúkdóma og erfðarannsóknir.

Umræðuefnin voru Alzheimerssjúkdómur,  brjóstakrabbamein, offita og sykursýki, svo og fíkn.
 

Á annað þúsund manns sótti fundina sem voru haldnir í samráði við skyld samtök sjúklinga og

áhugafólks; Alzheimersfélagið, Krabbameinsfélagið, Samtök sykursjúkra og SÁÁ.