Skip to main content
Monthly Archives

nóvember 2017

Jólaball 2017

By Fréttir

Hó Hó Hó.  Jólaballið verður sunnudaginn 10. desember, kl. 14 – 16 í safnarðarheimili Grensássóknar.

 

Jólasveinninn kemur með pokann góða.

Dansað verður í kringum jólatréð við undirleik SÍBS sveitarinnar – og allt það.

Allir koma með eitthvað á hlaðborð en drykkir eru í boði Neistans.

Alltaf allt pakkað á jólaböllum Neistans. Hlökkum rosalega til að sjá alla!

By Fréttir

Á dögunum kom golfarinn Bjarni Sigurðsson færandi hendi í höfuðstöðvar Neistans og afhenti Fríðu framkvæmdastjóra veglegan styrk. Um er að ræða fé sem safnaðist í leiknum „Látum gott af okkur leiða” í CostaBlanca Open 2017 golfmótinu á Spáni í vor. Við hjá Neistanum færum  öllum golfurum sem tóku þátt hjartans þakkir , auk þeirra fyrirtækja og vildarvina Costablanca sem létu gott af sér leiða í tengslum við mótið!

Stórafmæli og framlag til Neistans

By Fréttir

Karl Roth og Margrét Kristjánsdóttir, foreldrar Heklu hjartastelpu héltu saman upp á stórafmæli sín í október síðastliðinn. Saman héltu þau stóra veislu og í stað gjafa óskuðu þau eftir framlagi til Neistans í afmælisbauk. Upp úr bauknum komu svo 300 þúsund krónur !

Hjartans þakkir til ykkar kæru hjón og innilega til hamingju með daginn ykkar !