Skip to main content
Monthly Archives

apríl 2019

Unglingahittingur

By Fréttir, Unglingastarf

Unglingahópur Neistans ætlar að  hittast sumardaginn fyrsta ( 25.apríl ) i Rush garðinum kl 16:00.

Kostnaður er 2000 krónur sem  veitir aðgang að garðinum i 120 mín og eftir hoppið borðum við saman pizzu og fáum okkur gos að drekka 😁

Unglingahópur Neistans er fyrir hjartveik börn 14 ára og eldri.  Þeir sem áhuga hafa á að fræðast meira um unglingastarfið geta haft samband við Neistann í síma 899-1823 eða sent okkur línu á neistinn@neistinn.is.

Hægt er að melda sig á viðburðinn hér 

Hlökkum til að sjá ykkur !

 

Aðalfundur Neistans 2019

By Fréttir

Aðalfundur Neistans verður haldinn miðvikudaginn 22. maí kl. 20:00 í Síðumúla 6. (2. hæð).

Dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar félagsins lagðir fram
4. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning skoðunarmanns reikninga
7. Kosning stjórnar*
8. Önnur mál

*Kosið verður í 3 sæti í stjórn til tveggja ára. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, vinsamlegast láti vita ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfund á  neistinn@neistinn.is.

Páskabingó 2019

By Fréttir

Hið árlega BINGÓ Neistans brestur á miðvikudaginn 10. apríl
kl. 17 – 19, í safnaðarheimili Grensáskirkju, háaleitisbraut 68.

Bingóið er fyrir alla félagsmenn og vini, unga og aldna og að vanda er búist við dúndur mætingu og glymrandi stemningu.

Fullt, fullt af flottum vinningum!

SPJALDIÐ KOSTAR 300,- kr. fyrir félagsmenn og 500, – kr fyrir vini.

Hlökkum til að sjá ykkur :=)