Monthly Archives

May 2019

Fréttir frá aðalfundi 2019

By | Fréttir

Aðalfundur Neistans var haldinn miðvikudaginn 22.maí síðastliðinn. Almenn ánægja ríkir með vinnu félagsins síðasta liðið ár og kosið var í nýja stjórn.

Helga Kristrún Unnarsdóttir, ritari og Sólveig Rolfsdóttir, meðstjórnandi gáfu ekki kost á sér aftur og þökkum við þeim báðum kærlega fyrir vel unnin störf fyrir.

Ný stjórn hefur nú tekið við og voru þrír  stjórnarmenn kosnir inn til tveggja ára.

Í stjórn félagsins sitja nú:

Guðrún Bergmann – Formaður

Arna Hlín Daníelsdóttir

Berglind Ósk Ólafsdóttir

Ingibjörg Ólafsdóttir

Jónína Sigríður Grímsdóttir

Katrín Brynja Björvinsdóttir

Ragna Kristín Gunnarsdóttir

 

Fríða Björk Arnardóttir gegnir starfi framkvæmdarstjóra félagsins.

Sumarhátíð Neistans 2019

By | Fréttir

Sumarhátíð Neistans verður haldinn í Björnslundi í Norðlingarholti miðvikudaginn 12.júní frá 17:00-19:00.

Dróttskátar úr skátafélaginu Skjöldungum verða á svæðinu og munu þeir poppa á eldi og vera með snúrubrauð. Hoppukastalinn góði verður á svæðinu og auðvitað kemur ísbílinn og gefur öllum börnum ís ( fullorðnir mega kaupa 🙂 )

Verðum með ratleik þar sem hægt er að vinna flottan vinning, grillum pylsur og skemmtum okkur saman.

 

Hlökkum til að eiga góðan dag með ykkur ♥