Skip to main content
Monthly Archives

desember 2019

Dagatal Neistans

By Fréttir

Dagatal Neistans 2020 er komið út!

Að vanda prýða dagatalið flottar myndir af hjartabörnum á öllum aldri.

Ólafur Jóhann Steinsson tók myndirnar og gaf alla sína vinnu við dagatalið og færum við honum hjartans þakkir fyrir ! 

Dagatalið kostar 2.000 kr. og rennur ágóðinn óskertur til styrktar hjartveikum börnum.

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa dagatöl geta pantað það með pósti á neistinn@neistinn.is eða í síma 899-1823.

Góðgerðardagur

By Fréttir

Grunnskólinn í Hveragerði færði Neistanum veglega peningagjöf, 1.480.000 krónur sem söfnuðust á góðgerðardegi skólans.

Við færum nemendum og starfsfólki skólams hjartans kveðju fyrir styrking og óskum þeim gleðilegra hátíðar ♥

Limsfélagar láta gott af sér leiða í anda Haraldar Bjarkasonar

By Fréttir

Limsfélagar komu saman á föstudaginn til að að heiðra minningu Haraldar Bjarkasonar sem var einn af stofnfélögum félagsins og má segja að hann hafi jafnframt verið upphafsmaður þess að Limsfélagið tók upp þá stefnu að styðja við góðgerðarstarf.

Félagarnir styrktu í ár Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna með peningagjöf að upphæð 400 þúsund kr.

Við færum Limsfélögum hjartans kveðju fyrir styrking og óskum þeim gleðilegra hátíðar ♥

Jólaball

By Fréttir

Hó Hó Hó. Nú minnum við á JóLABALLIÐ. Allir þurfa að vera klárir sunnudaginn 8. desember, kl. 14 – 16 að mæta í safnaðarheimili Grensássóknar.

Jólasveinninn kemur með pokann góða … æ, hvað var aftur í pokanum.
Litir og blöð öllum aðgengileg á staðnum!
Allir komi með eitthvað gott í gogginn á hlaðborð.
Drykkir og kaffi í boði Neistans.