Lundur – spítalinn og borgin

Lundur er borg í Svíþjóð, ekki mjög stór en þar búa um 82.000 manns. Lundur er mikið háskólasamfélag en Háskólinn í Lundi er einn stærsti háskólinn á Norðurlöndum.

Háskólasjúkrahúsið í Lundi (Skåne University Hospital) er stórt og virt sjúkrahús, bæði með útibú í Malmö og Lundi, en hjartadeild barna er í Lundi.  Sjúkrahúsið er með þeim allrafremstu á Norðurlöndum í hjartaskurðlækningum.  Árangur þess í hjartaaðgerðum barna er framúrskarandi á heimsvísu, rétt eins og sjúkrahússins í Boston.
Smellið hér til að heimsækja vef barnahjartaskurðdeildarinnar.
Þar sem Lundur liggur tiltölulega nálægt Kaupmannahöfn þá er flogið þangað og þaðan þegar börn fara til og frá Lundi.  Síðan er ekið með bíl, ýmist sjúkrabíl eða leigubíl til Lundar og tekur aksturinn um klukkutíma.

Þjónusta og afþreying á spítalanum

Á Skånes universitetssjukhus er boðið upp á mjög fjölbreytta þjónustu og aðstöðu fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra.  Má þar nefna matstofur, leikherbergi, þvottaaðstöðu, internetaðstöðu, sálfræðiaðstoð, trúarstuðning og hraðbanka.

Smellið hér til að kynnast þjónustunni á spítalanum.

Á spítalavefnum er gagnvirkt kort þar sem hægt er að sjá alla þjónustu og deildir spítalans:

Smellið hér til að vekja gagnvirka kortið af spítalanum.

Með því t.d. að smella á Övrig verksamhet má finna upplýsingar um hvers kyns hliðarþjónustu á spítalasvæðinu, s.s. veitingar, rakarastofur, gistingu, pósthús o.fl.  Þessi síða er á einfaldri sænsku og mjög myndræn og auðskiljanleg.

Þjónusta og afþreying í Lundi (og Malmö og jafnvel Köben)

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður er öllum hollt að fara aðeins út og hlaða batteríin. Ef þið hafið fengið ættingja eða vin með ykkur til Lundar, skuluð þið fá hann til að taka eina og eina vakt.

Á Deild 67 má semja við starfsfólk um að fá að skreppa út á meðan þau gæta barnsins.

Á BIVA er barnsins að sjálfsögðu stöðugt gætt af starfsfólki.

Það ættu allir að geta fundið sér eitthvað við hæfi í Lundi og næsta nágrenni.

Smellið hér til að fá hugmyndir um afþreyingu í Lundi og nágrenni.