Skip to main content

Alþjóðlegi hjartadagurinn 2012 – Bronsleikarnir og Hjartagangan

By september 26, 2012Fréttir


Alþjóðlegi hjartadagurinn verður þann 29. september.

Í tilefni dagsins hvetur Neistinn alla til að koma í Laugardalinn og taka þátt Bronsleikunum og Hjartagöngunni.

Bronsleikarnir (kl. 9:30)

Bronsleikarnir verða nú í fyrsta skipti hluti af hátíðarhöldum í tilefni alþjóðlega hjartadagsins.

Keppt verður í ýmsum skemmtilegum þrautum sem passa öllum aldurshópum, þ.a. allir fá viðfangsefni við hæfi.

Hjartabörn verða saman í hópi og fara þrautirnar hvert á sínum hraða.  Allir eru því velkomnir – já, og allir fá verðlaun.

 

Tilkynnið þátttöku á neistinn@neistinn.is eða í síma 5525744 – ekki síðar en á hádegi föstudaginn 28. september.

Hjartagangan (kl. 10:30)

Lagt verður af stað fyrir framan Laugardalshöllina.  Farnar verða 2 vegalengdir svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Endilega bjallið í okkur í síma 5525744 til að fá frekari upplýsingar.

 

Meira um Bronsleikana hér fyrir neðan:

Bronsleikar ÍR eru haldnir að hausti ár hvert. Leikarnir eru til heiðurs Völu Flosadóttur sem vann til bronsverðlauna í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Syndey árið 2000.  Neistinn stuðningsfélag hjartveikra barna, Hjartaheill og Hjartavernd ásamt Frjálsíþróttadeild ÍR standa að hátíðahöldum þessa helgi.

Á Bronsleikum er keppt í Fjölþraut barna sem samanstendur af þrautum sem reyna á styrk, snerpu, úthald og samhæfingu. Þrautirnar eru þróaðar sérstaklega fyrir þann aldur sem þær eru lagðar fyrir svo allir ættu að fá skemmtileg viðfangsefni við hæfi.
Hjartabörnin verða öll saman í hóp og fara þau í þrautirnar hver á sínum hraða svo það eru allir hjartanlega velkomnir einnig er aðgengi fyrir hjólastólafólk, systkyni eru að sjálfsögðu einnig velkomin.

Tímasetning
Leikarnir eru haldnir 29. september  2012 niður í laugardagshöll og hefst keppnin klukkan 9:30.
Áætlað er að ljúka verðlaunaafhendingu klukkan 12:30.

Verðlaun
Þátttökuverðlaun fyrir alla keppendur

Flokkar
8 ára og yngri (2004+)
9-10 ára (2002-2003)

Skráning fyrir félagsmenn Neistans fara fram með því að senda mail á neistinn@neistinn.is eða hringja í 5525744 fyrir föstudaginn 28. Sept.
Best er ef forskráningin er gerð tímanlega en kl. 12.00 á hádegi á föstudegi 28. Sept lýkur forskrángingu.