All Posts By

Fríða Björk Arnardóttir

Neistahúfa handa nýburum

By Fréttir

Vikuna 7.-14. febrúar stendur yfir alþjóðleg vitundarvika um meðfædda hjartagalla.

Þessa viku eykur Neistinn áherslu á fræðslu til almennings um meðfædda hjartagalla og um leið á starfsemi Neistans.

Einnig mun Neistinn, með traustri og mikilvægri aðstoð sjálfboðaliða og hjartavina, prjóna og gefa öllum nýburum sem fæðast þessa viku fallega, rauða húfu til að heiðra baráttu hjartveikra barna, en árlega fæðast um 70 hjartveik börn á Íslandi.

Hér er hægt er að nálgast uppskriftina af Neistahúfunni en heiðurinn af þessari fallegu húfu á Margrét Harpa hjartamamma. Hægt er að skila húfum til okkar fyrir 1.febrúar næstkomandi.

Norrænu sumarbúðirnar 2020

By Fréttir, Unglingastarf

Sumarbúðir norrænna hjarta-unglinga, 14 – 18 ára (sem fæddir eru 2002-2006), verða í Danmörku næsta sumar.

Búðirnar standa yfir dagana 16. – 23. júlí 2020.

 

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband við Neistann í síma 899-1823 eða sendi tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

 

Pláss er fyrir 10 unglinga.  Ath. að þeir ganga fyrir sem ekki hafa farið áður í norrænu búðirnar.

Umsóknarfrestur er til 31. janúar, 2020.

Dagatal Neistans

By Fréttir

Dagatal Neistans 2020 er komið út!

Að vanda prýða dagatalið flottar myndir af hjartabörnum á öllum aldri.

Ólafur Jóhann Steinsson tók myndirnar og gaf alla sína vinnu við dagatalið og færum við honum hjartans þakkir fyrir ! 

Dagatalið kostar 2.000 kr. og rennur ágóðinn óskertur til styrktar hjartveikum börnum.

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa dagatöl geta pantað það með pósti á neistinn@neistinn.is eða í síma 899-1823.

Góðgerðardagur

By Fréttir

Grunnskólinn í Hveragerði færði Neistanum veglega peningagjöf, 1.480.000 krónur sem söfnuðust á góðgerðardegi skólans.

Við færum nemendum og starfsfólki skólams hjartans kveðju fyrir styrking og óskum þeim gleðilegra hátíðar ♥

Limsfélagar láta gott af sér leiða í anda Haraldar Bjarkasonar

By Fréttir

Limsfélagar komu saman á föstudaginn til að að heiðra minningu Haraldar Bjarkasonar sem var einn af stofnfélögum félagsins og má segja að hann hafi jafnframt verið upphafsmaður þess að Limsfélagið tók upp þá stefnu að styðja við góðgerðarstarf.

Félagarnir styrktu í ár Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna með peningagjöf að upphæð 400 þúsund kr.

Við færum Limsfélögum hjartans kveðju fyrir styrking og óskum þeim gleðilegra hátíðar ♥

Jólaball

By Fréttir

Hó Hó Hó. Nú minnum við á JóLABALLIÐ. Allir þurfa að vera klárir sunnudaginn 8. desember, kl. 14 – 16 að mæta í safnaðarheimili Grensássóknar.

Jólasveinninn kemur með pokann góða … æ, hvað var aftur í pokanum.
Litir og blöð öllum aðgengileg á staðnum!
Allir komi með eitthvað gott í gogginn á hlaðborð.
Drykkir og kaffi í boði Neistans.

Jólaóróar

By Fréttir

Jólastelpa og jólastrákur til sölu – Athugið takmarkað magn í boði.

Neistinn er með til sölu takmarkað magn af jólaóróum – jólastelpu og jólastrák. Til er bæði í rauðu og hvítu á aðeins 2500 kr stk. Hægt er að panta með því að senda póst á neistinn@neistinn.is

Jólaóróarnir eru hannað af Lilju Gunnlaugsdóttur sem er með fyrirtækið Skrautmen.

Við færum Lilju hjartans þakkir fyrir að gefa Neistanum þessa fallegu jólaóróa til sölu ♥

Spilakvöld

By Fréttir

Spilakvöld Neistans var  haldið föstudagskvöldið 8.nóvember síðastliðinn. Þetta er árlegur viðburður sem er búin að festa sig í sessi hjá foreldrum hjartabarna og félagsmönnum úr Takti. Þetta er góður vettvangur til að hittast, kynnast hvort öðru og spila saman félagsvist. Mætingin var góð og erum við strax farin að hlakka til næsta árs.

Í ár voru það Ágúst Örvar Hilmarsson og Elísabet Bjarnason sem voru stigahæst og fengu þau glæsileg verðlaun fyrir það. Við óskum þeim til hamingju og biðjum þau vel að njóta.
Stjórn Neistans þakkar kærlega fyrir frábæra samverustund og sendir hjartans kveðju til allra þeirra sem gáfu flotta og rausnarlega vinninga sem gerði það að verkum að allir sem mættu fengu veglegan vinning.

Hjartadagsgangan

By Fréttir

Föstudaginn 27. september kl. 18:00 hefst hjartadagsgangan í Elliðarárdalnum. Lagt verður af stað við brúnna sem er á milli gömlu rafstöðvarinnar og Toppstöðvarinnar. Göngustjórar eru starfsmenn Hjartaheilla og Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna – þátttakan er ókeypis. Genginn verður hringur sem er rétt um 4 km.