All Posts By

Fríða Björk Arnardóttir

Aðalfundur Neistans 2018

By | Fréttir

Aðalfundur Neistans verður haldinn miðvikudaginn 17. maí kl. 20:00 í Síðumúla 6. (2. hæð).

Dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar félagsins lagðir fram
4. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning skoðunarmanns reikninga
7. Kosning formanns*
8. Kosning stjórnar**

9.Önnur mál

 

* Núverandi formaður Elín Eiríksdóttir gefur ekki kost á sér.  Eitt framboð hefur borist, frá  Guðrúnu Bergmann, fyrrum formanni Neistans. Þeir sem hug hafa á að bjóða sig fram til formanns láti vita ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfund á neistinn@neistinn.is.

** Kosið verður í 3 sæti í stjórn til tveggja ára og 1 sæti til eins árs. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, vinsamlegast láti vita ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfund á  neistinn@neistinn.is.

By | Uncategorized

Aðalfundur Neistans verður haldinn miðvikudaginn 17. maí kl. 20:00 í Síðumúla 6. (2. hæð).

Dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar félagsins lagðir fram
4. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning skoðunarmanns reikninga
7. Kosning formanns*
8. Kosning stjórnar**

9.Önnur mál

 

* Núverandi formaður Elín Eiríksdóttir gefur ekki kost á sér.  Eitt framboð hefur borist, frá  Guðrúnu Bergmann, fyrrum formanni Neistans. Þeir sem hug hafa á að bjóða sig fram til formanns láti vita ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfund á neistinn@neistinn.is.

** Kosið verður í 3 sæti í stjórn til tveggja ára og 1 sæti til eins árs. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, vinsamlegast láti vita ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfund á  neistinn@neistinn.is.

Árshátíð Neistans 2018

By | Fréttir

Árshátíð fyrir félagsmenn Neistans sem hafa náð 18 ára aldri verður haldin hátíðleg 21.apríl 2018 í Gala salnum á Smiðjuvegi 1.

Takið kvöldið frá og setjið sparifötin í hreinsun 🙂

Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur en söngur og gleði verður við völd fram á nótt.

Húsið opnar kl:19 og boðið verður upp á fordrykk. Matur byrjar kl:19:30.

Happdrættið verður svo á sínum stað með stórglæsilegum vinningum.

Verðið eru litlar 5.000 kr á haus og millifærsla fer inn á eftirfarandi reikning:
0133-26-012610
kt: 490695-2309
senda staðfestingu á neistinn@neistinn.is 
Hægt er að skrá sig og greiða til 18.apríl 2018.

Miðar verða afhentir við innganginn.

Hlökkum til að sjá ykkur

Páskabingó

By | Fréttir

Hið árlega BINGÓ Neistans brestur á laugardaginn 10. mars
kl. 14 – 16, í Vinabæ, skipholti 33.

Bingóið er fyrir alla félagsmenn og vini, unga og aldna og að vanda er búist við dúndur mætingu og glymrandi stemningu.

Fullt, fullt af flottum vinningum!

SPJALDIÐ KOSTAR 300,- kr. fyrir félagsmenn og 500, – kr fyrir vini.

Hlökkum til að sjá ykkur :=)

Umönnunargreiðslur og greiðslur til foreldra langveikra eða fatlaðra barna

By | Fréttir

Velferðarráðuneytið hefur birt til umsagnar áfangaskýrslu með tillögum starfshóps sem vinnur að endurskoðun löggjafar um fjárhagslegan stuðning til fjöskyldna fatlaðra og langveikra barna. Frestur til að skila umsögnum er til 12. mars næstkomandi.

Starfshópurinn var skipaður í janúar 2015 af þáverandi félags- og húsnæðismálaráðherra. Formaður hópsins er Rakel Dögg Óskarsdóttir. Auk hennar eiga þar sæti Ágúst þór Sigurðsson og Hildur Sverrisdóttir, lögfræðingar í velferðarráðuneytinu, Ragna K. Marinósdóttir, fulltrúi Umhyggju – félags langveikra barna, Friðrik Sigurðsson, fulltrúi Landssamtakanna Þroskahjálpar og Hjörtur Heiðar Jónsson, fulltrúi Öryrkjabandalags Íslands.

Starfshópnum var falið að fara yfir lög nr. 22/2006 um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna og ákvæði 4. gr. laga um félagslega aðstoð nr. 99/2007 sem kveður á um umönnunargreiðslur til framfærenda fatlaðra barna. Gildandi kerfi hefur verið gagnrýnt fyrir að vera flókið og taka of mikið mið af sjúkdómsgreiningum barna fremur en þörf þeirra fyrir umönnun. Verkefni starfshópsins er að meta reynsluna af framkvæmd löggjafarinnar og þörf fyrir breytingar.

Í áfangaskýrslu starfshópsins eru settar fram tillögur sem hafa það að markmiði að einfalda kerfið um fjárhagslegan stuðning til fjölskyldna fatlaðra og langveikra barna, auka áherslu á umönnun í stað læknisfræðilegrar greiningar og aðgreina greiðslur sem byggðar eru annars vegar á umönnun barnsins og hins vegar á kostnaði.

Nánar má lesa um tillögur starfshópsins á samráðsgátt stjórnvalda þar sem áfangaskýrslan er jafnframt birt til umsagnar.

Læknastöð Vesturbæjar lokar 1.mars

By | Fréttir

Læknastöð Vesturbæjar lokar 1.mars næstkomandi en læknar halda áfram störfum á eftirfarandi stöðum:

Gunnlaugur Sigfússon, Gylfi Óskarsson og Sigurður Sverrir Stephensen í Domus Medica,  sími 563-1000

Hróðmar Helgason mun vera á Heilsugæslustöðinni Höfða (Bíldshöfða 9),  sími 560-1010

 

 

Blóðsöfnunardagur Neistans og Blóðbankans 12. febrúar

By | Fréttir

Mánudaginn 12. febrúar munu Blóðbankinn og Neistinn í samvinnu í annað sinn hvetja landsmenn sérstaklega til að gefa blóð.

Hjartabörn hafa býsna mörg þurft að nota þjónustu bankans og viljum við, aðstandendur þeirra, þakka fyrir okkur með því að gefa blóð og hvetja aðra til samflots.

Blóðsöfnunin stendur allan daginn, opið frá kl.11:00 -19:00.

Léttar veitingar verða í boði Blóðbankans.

Barnapössun, andlistsmálun og blöðrur, milli kl. 14:00 og 18:00.

Blóðgjöf er lífgjöf!

Bíó fyrir félagsmenn á norðurlandi

By | Fréttir

Borgarbíó á Akureyri býður hjartabörnum og fjölskyldum þeirra í bíó fimmtudaginn, 25. janúar kl. 17:40 á Paddington 2.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að skella sér á þessa frábæru mynd, og þökkum Borgarbíói kærlega fyrir 😉

Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn til að vita fjölda og hægt er að gera það inn á facebookhópnum Hjartamömmur á norðurlandi

Einnig er hægt að skrá sig hjá Maríu Aðalsteinsdóttur í síma 864-0031

 

Neistahúfa handa nýburum

By | Fréttir

Vikuna 7.-14. febrúar stendur yfir alþjóðleg vitundarvika um meðfædda hjartagalla.

Þessa viku eykur Neistinn áherslu á fræðslu til almennings um meðfædda hjartagalla og um leið á starfsemi Neistans.

Einnig mun Neistinn, með traustri og mikilvægri aðstoð sjálfboðaliða og hjartavina, prjóna og gefa öllum nýburum sem fæðast þessa viku fallega, rauða húfu til að heiðra baráttu hjartveikra barna, en árlega fæðast um 70 hjartveik börn á Íslandi.

Hér er hægt er að nálgast uppskriftina af Neistahúfunni en heiðurinn af þessari fallegu húfu á Margrét Harpa hjartamamma. Hægt er að skila húfum til okkar fyrir 1.febrúar næstkomandi.