Skip to main content
Category

Unglingastarf

Norrænu sumarbúðirnar 2022

By Fréttir, Unglingastarf

Norðurlandasumarbúðir hjartveikra unglinga voru að þessu sinni haldnar í Stidsholt Sports School í Norður Jótlandi, Danmörku, nánar tiltekið dagana 24.-31. júlí.

Fimm ofurhressir krakkar fóru frá Íslandi og er þátttaka í þeim ómetanleg lífsreynsla fyrir unglingana og dýrmætur tími sem þau varðveita í hjörtum sér um ókomna tíð.

Eins og alltaf var full dagskrá alla daga. Pokahopp, rjómaleikur, skotbolti,ferð á ströndina og á Skagen, verslunarferð, diskókvöld, vatnsstríð, dönsk jól og margt margt fleira.

 

Okkur fararstjórum þykir alltaf jafngaman að upplifa hvað unglingarnir eru fljótir að kynnast og njóta þess að vera saman. Þau skynja strax að þau eiga svo margt sameiginlegt enda öll með svipaða og oft á tíðum þunga lífsreynslu að baki sem aðrir jafnaldrar þeirra eiga erfitt með að skilja til fulls.

Þau tengjast öll á Instagram, snaphat og facebook og halda þannig áfram sambandi eftir að heim er komið.

Sum hafa meira segja ferðast á eigin vegum milli landa til að hittast og viðhalda vináttunni persónulega.

Það var ótrúlega gaman að fá að fara loksins aftur í sumarbúðirnar eftir tveggja ára fjarveru og eru krakkanir strax farnir að hlakka til næsta árs en þá verða sumarbúðirnar haldnar í Finnlandi ❤️

Við viljum þakka sérstaklega heilbrigðisráðuneytinu, Hreyfli  og Ingu Elínu fyrir stuðninginn ❤️

Pizza og keila

By Fréttir, Unglingastarf

Unglingahópur Neistans hittist loksins aftur síðastliðinn miðvikudag í Egilshöllinn.

Allir spiluðu saman keilu og fengu sér síðan pizzu og gos. Mætingin var mjög góð og allir skemmtu sér ótrúlega vel og ánægð að unglingastarfið sé byrjað aftur !

Mikið spjallað saman og nýjar vináttur mynduðust. Erum ótrúlega ánægð með þennan flotta hóp og hlökkum til að sjá hann blómstra ❤️

 

Unglingastarf Neistans er styrkt af heilbrigðisráðuneytinu.

uglingastarf neistans Speed boat adventure

Lilja Eivor mun leiða unglingastarf Neistans

By Fréttir, Uncategorized, Unglingastarf

Til þess að efla unglingastarfið hjá Neistanum hefur Lilja Eivor Gunnarsdóttir tekið að sér að leiða það.

Nánar um Lilju

Lilja er með B.A. gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Hún stundar framhaldsnám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf og starfar auk þess sem þjálfari á námskeiðum hjá KVAN og hefur náð frábærum árangri með skjólstæðingum sínum

Hún hefur starfað með börnum og unglingum í mörg ár, þá aðallega sem stuðningur fyrir börn með sérþarfir. Hún hefur unnið með unglingum í leiklist, samskiptahæfni og við það að hjálpa þeim að stækka þægindarammann sinn. Lilja vann einnig á Landspítalanum með ungmennum í fíkniefnavanda.

Næsti hittingur

Næsti hittingur verður á sunnudaginn 27. mars klukkan 19.30 þar sem Lilja mun sjá um að hrista hópinn (14-18 ára) saman. Jafnframt verða næstu viðburðir skipulagðir í samráði við þá sem mæta.

Hist er í húsakynnum KVAN, Háabraut 1a, 200 Kópavogi (Safnaðarheimili Kópavogskirkju, gengið er inn að neðanverðu).

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið lilja@kvan.is

Þeir sem vilja fara í norrænu sumarbúðirnar eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Norrænu sumarbúðirnar 2017

Norrænu sumarbúðirnar 2022

By Fréttir, Uncategorized, Unglingastarf

Sumarbúðir norrænna hjartaunglinga verða haldnar í Danmörku vikuna 24. – 31. júlí 2022. Boðið verður upp á metnaðarfulla dagskrá þar sem áhersla er lögð á að allir fái að njóta sín og blómstra. Undanfarin ár hefur verið dýrmætt að fylgjast með unglingunum mynda traust jafningjasambönd í sumarbúðunum.

Fyrir hverja:

Sumarbúðirnar eru fyrir 14-18 ára unglinga (fæddir eru 2004-2008) með meðfædda hjartagalla. Í heildina taka 50 unglingar þátt en þeir koma frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Í sumarbúðunum verður starfandi hjúkrunarfræðingur auk þess sem hvert land sendir 2 farastjóra út með krökkunum.

Arnar Þór Hjaltested og Margrét Ásdís Björnsdóttir verða farastjórar í ferðinni og munu halda vel utan um hópinn.

Verð:

75.000 krónur. Innifalið í verði er flug, afþreying, fullt fæði og gisting.

Skráning:

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í Norrænu sumarbúðirnar eru beðnir um að hafa samband við Neistann með því að hringja í síma 899-1823 eða með því að senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is. Þar sem takmarkað pláss er í sumarbúðirnar ganga þeir fyrir sem ekki hafa farið áður. Umsóknarfrestur er til 11. apríl 2022.

Facebook hópur unglingastarfsins

sumarbúðir

Norrænu sumarbúðirnar 2020

By Fréttir, Unglingastarf

Sumarbúðir norrænna hjarta-unglinga, 14 – 18 ára (sem fæddir eru 2002-2006), verða í Danmörku næsta sumar.

Búðirnar standa yfir dagana 16. – 23. júlí 2020.

 

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband við Neistann í síma 899-1823 eða sendi tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

 

Pláss er fyrir 10 unglinga.  Ath. að þeir ganga fyrir sem ekki hafa farið áður í norrænu búðirnar.

Umsóknarfrestur er til 31. janúar, 2020.

Unglingahittingur

By Fréttir, Unglingastarf

Unglingahópur Neistans ætlar að  hittast sumardaginn fyrsta ( 25.apríl ) i Rush garðinum kl 16:00.

Kostnaður er 2000 krónur sem  veitir aðgang að garðinum i 120 mín og eftir hoppið borðum við saman pizzu og fáum okkur gos að drekka 😁

Unglingahópur Neistans er fyrir hjartveik börn 14 ára og eldri.  Þeir sem áhuga hafa á að fræðast meira um unglingastarfið geta haft samband við Neistann í síma 899-1823 eða sent okkur línu á neistinn@neistinn.is.

Hægt er að melda sig á viðburðinn hér 

Hlökkum til að sjá ykkur !

 

Norrænu sumarbúðirnar 2019

By Fréttir, Unglingastarf

Sumarbúðir norrænna hjarta-unglinga, 14 – 18 ára (sem fæddir eru 2001 -2005), verða á Íslandi næsta sumar.

Búðirnar standa yfir dagana 19. – 26. júlí 2019.

 

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband við Neistann í síma 899-1823 eða sendi tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

 

Pláss er fyrir 10 unglinga.  Ath. að þeir ganga fyrir sem ekki hafa farið áður í norrænu búðirnar.

Umsóknarfrestur er til 31. janúar, 2019.

By Fréttir, Unglingastarf

Sumarbúðir norrænna hjarta-unglinga, 14 – 18 ára (sem fæddir eru 2000 -2004), verða í Gotlandi, Svíþjóð næsta sumar.

Búðirnar standa yfir dagana 24. – 31. júlí 2018.

 

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband við Neistann í síma 899-1823 eða sendi tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

 

Pláss er fyrir 10 unglinga.  Ath. að þeir ganga fyrir sem ekki hafa farið áður í norrænu búðirnar.

Umsóknarfrestur er til 31. janúar, 2018.

Ógleymanleg fjórhjólaferð

By Fréttir, Unglingastarf

Unglingahópur Neistans hittist síðastliðinn laugardag, Black Beach Tours   bauð unglingunum í ógleymanlega fjórhjólaferð. Mætingin var frábær, allir skemmtu sér ótrúlega vel og gleðin var alsráðandi allan daginn.  Við færum Black beach tours hjartans þakkir fyrir frábæran dag og ómetanlegar móttökur.  Unglingahópurinn og við öll fengum frábærar minningar í minningarbankann.

Enduðum þennan frábæra dag á pizzahlaðborði á Svarta Sauðnum.

Takk fyrir okkur !

Guðrún og Jói, umsjónarmenn unglingahópsins.

 

 

 

UNGLINGAHITTINGUR!

By Fréttir, Unglingastarf
Unglingahópur Neistans ætlar að hittast næst laugardaginn 7 október kl. 12.30 og skella sér í  Speed boat adventure, endilega meldið ykkur á unglingasíðu Neistans eða með því að senda mail á gudrun@hjartaheill.is því við þurfum að vita fjöldan tímanlega.
Skemmtunin er í boði blackbeachtours og Neistans og er fyrir alla hjartveika unglinga á aldrinum 13 ára +, en endilega takið með ykkur smá pening því við munum koma við einhversstaðar og fá okkur saman að borða.
 
Sjáumst hress
kveðja,
Guðrún og Jói