Hjartagallar

Árlega fæðast á Íslandi um 70 börn með hjartagalla, eða u.þ.b. 1,7% allra lifandi fæddra barna hér á landi

Um það bil helmingur þeirra þarf að gangast undir aðgerð og sum þeirra oftar einu einu sinni.

Hjartaskurðaðgerðir

Til skamms tíma voru allar hjartaskurðaðgerðir á íslenskum börnum framkvæmdar erlendis. Fyrst í Kaupmannahöfn og síðan á Englandi en á síðastliðnum árum hafa börn verið send í aðgerð til Boston. Nýlega var farið að senda hjartabörn í aðgerðir til Lundar í Svíþjóð og fara flest nú þangað, þótt enn fari nokkur börn til Boston.

Fyrsta hjartaskurðaðgerðin var framkvæmd á Íslandi árið 1990 en upp úr 1996 var um helmingur allra aðgerða framkvæmdur hérlendis. Til ársloka 2000 voru framkvæmdar 79 hjartaskurðaðgerðir hér á íslandi, lokaðar aðgerðir voru 46 (þar sem hjarta og lungnavél er ekki notuð) og opnar aðgerðir voru 33 (þar sem hjarta og lungnavél er notuð).

Helstu hjartagallar sem gert er að á Íslandi eru:

  • Op á milli gátta (atrial septal defect)
  • Ósæðarþrengsli (coarctation aortae)
  • Framhjáveita (shunt aðgerð)
  • Opin fósturæð (patent foramen ovale)
  • Æðahringur (vascular ring)
  • Op á milli slegla (ventricular septal defect)

Nánari umfjöllun um ofangreinda hjartagalla – og fleiri til-, einkenni þeirra, meðferð og fleira má sjá hér á Hjartagáttarvefnum