Skip to main content

Íslenskir víkingar

Gétar Hermannsson og Kornelia, dóttir hans, eru íslenskir víkingar búsettir í Svíþjóð. Á hverju ári taka þau þátt í víkingahátíðum víðsvegar á Norðurlöndunum og þar með talið á Íslandi. Undanfarin ár hafa Grétar og Kornelia selt eyrnalokka með lífsins tré á víkingahátíðinni í Hafnarfirði og gefið allan ágóðann af þeim til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna.

Við þökkum þeim hjartanlega fyrir þeirra framlag til félagsins.

 

Fyrir þá sem vilja nálgast eyrnalokka er bent á að senda tölvupóst á sandravals@yahoo.com en Gretar og Kornelia geyma alltaf smá lager á Íslandi og rennur allur ágóði af þeim til Neistans.