Skip to main content

Nýtt hjartaþræðingartæki

Hjartaþræðingardeild Landspítalans fær gjöf frá Jónínusjóðnum

Nýtt hjartaþræðingartæki var tekið í notkun hjá hjartaþræðingardeild Landspítala við Hringbraut, 13.september.  Með því er 11 ára gamalt tæki endurnýjað og hefur deildin nú yfir að ráða þremur fullkomnum þræðingartækjum sem öll hafa verið keypt á síðustu fimm árum. Nýja tækið mun nýtast við fjölþætt inngrip, þar á meðal fyrir börn með hjartagalla.

Gjafa- og styrktarsjóður Jónínu S. Gísladóttur styrkti kaupin á tækinu.