Skip to main content

Perluhittingur hjartamæðra

By júní 11, 2020Fréttir

 

Á miðvikudagskvöld hittust nokkrar magnaðar hjartamömmur, spjölluðu, áttu góða kvöldstund saman og perluðu armbönd með áletruninni “Hjartabarn”.

Verkefnið er tilraunaverkefni og er í vinnslu en armböndin eru að sænskri fyrirmynd þar sem stendur á þeim “Hjartebarn”. Í Svíþjóð eru þau seld til styrktar sænsku barnahjartasamtakanna og vonum við að verkefnið fari vel af stað og mun Neistinn jafnvel koma til með að selja armböndin til styrktar félagsins ef vel gengur.

Við þökkum hjartamömmum kærlega fyrir framlagið!