Skip to main content

Styrkjum hjartaþræðina – söfnun fyrir nýju hjartaþræðingartæki

By október 4, 2013Fréttir


styrkjumhjartaNeistinn og Hjartaheill hafa hrundið af stað átakinu Styrkjum hjartaþræðina, til söfnunar fyrir nýju hjartaþræðingartæki á hjartadeild Landsspítalans. Elsta hjartaþræðingartækið á Landspítalanum er nú orðið 16 ára gamalt og aðeins tímaspursmál hvenær notkun þess verður alfarið hætt.  Í dag eru 260 manns á biðlista eftir hjartaþræðingu sem er algerlega óviðunandi ástand.

 

Með nýju tæki er hægt að stytta biðlistana og auka lífsgæði fjölda fólks sem nú býr við mikla óvissu. 50 til 70 börn fæðast árlega með hjartagalla og rúmlega 700 Íslendingar látast árlega af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Hjartadeildin þarf nauðsynlega að eignast nýtt hjartaþræðingartæki en þar eru framkvæmdar um 200 aðgerðir í hverjum mánuði.


Biðlað er til landsmanna um að leggja fé til söfnunarinnar, en það er hægt með þrennum hætti, greiða valgreiðslu í heimabanka, hringja í styrktarsíma, eða leggja beint inn á reikning söfnunarinnar ef um hærri fjárhæðir er að ræða. 


LEIÐ 1:

Valgreiðslur munu birtast í heimabönkum elsta íbúa hvers heimilsfangs á næstu dögum.

 

LEIÐ 2

Styrktarsímanúmer

907-1801 – 1000 kr. framlag

907-1803 – 3000 kr. framlag

907-1805 – 5000 kr. framlag

 

LEIÐ 3

Leggja inn á reikning. Hentar fyrirtækjum og öðrum sem vilja láta meira af hendi rakna.

0513-26-1600
kt: 511083-0369