Skip to main content
Monthly Archives

janúar 2011

Minnum á mömmuklúbbinn í kvöld!!

By Fréttir

Nú er loks komið að því að við mömmurnar ætlum að hittast.  Hittingurinn á að vera í Síðumúla 6. fimmtudaginn 27.mars kl.20 (Gengið inn bakatil).

Margrét Albertsdóttir félagsráðgjafi hjá SÍBS ætlar að koma og eiga með okkur gott spjall.  Þetta verður bara á léttu nótunum hjá okkur eins og vanalega.

Hlökkum til að sjá ykkur

– Kveðja, stjórn Neistans.

Ferð í Borgarleikhúsið á ‘Fló á skinni’

By Unglingastarf

Kæru félagsmenn Neistans.

Nú er komið að því að unglingahópurinn ætlar að hittast, en Borgarleikhúsið ætlar að bjóða hjartveiku unglingunum okkar þ.e.a.s 14-18 ára á leiksýninguna ,Fló á skinni‘   fimmtudaginn 22. Janúar kl. 20.00.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir mánudaginn 19.janúar með því að senda email á gudrun@hjartaheill.is eða með því að hringja í síma 899-1823.

Umsjónarmenn unglingahópsins eru:Guðrún Bergmann og Jóhannes Geir.

– Kær kveðja, Stjórn Neistans.

Dagatal 2011

By Fréttir

Dagatal Neistans 2011Annað árið í röð gefum við út dagatal með myndum af 13 hjartveikum börnum á aldrinum 2-18 ára.

Þau eru til sölu á skrifstofu samtakanna að Síðumúla 6, s: 552-5744 eða í gsm 899-1823 og í versluninni Engey Smáralind.  Dagatölin verða líka seld á Akureyri og Ísafirði.

Árni Rúnarsson tók myndirnar og færum við honum hjartans þakkir fyrir en hann gaf alla sína vinnu við dagatalið.

Dagatalið kostar 1500 kr. Ágóðinn rennur óskertur til handa hjartveikum börnum og fjölskyldum þeirra.  Hafðu stórt hjarta fyrir lítil.