Skip to main content
Monthly Archives

maí 2011

Hjartans þakkir

By Óflokkað

Hjartans þakkir

fyrir að slást í hóp mánaðarlegra styrktaraðila Neistans,

styrktarfélags hjartveikra barna.hjartahendur og peningar Styrktarmannasöfnun - takk

Mánaðarlegur stuðningur þinn og annarra velviljaðra landsmanna gerir okkur meðal annars kleift að styrkja fjölskyldur fjárhagslega sem þurfa að fara með barn sitt í hjartaaðgerð.


Við munum fljótlega hafa samband og ræða helstu atriði varðand fyrirkomulag stuðningsins.

Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu ekki hika við að taka upp símann og
hringja í 899-1823 eða senda okkur tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

Fræðslufundur á Norðurlandi

By Fréttir

Fræðsla fyrir foreldra hjartveikra barna á Norðurlandi
Fimmtudaginn 19. maí n.k. kl. 16:30 ætlar dr. Sigríður Halldórsdóttir í Háskólanum á Akureyri
að fræða foreldra og aðra aðstandendur hjartveikra barna um sál- og taugaónæmisfræði.
Fræðslan fer fram í Zontahúsinu á Akureyri, Aðalstræti 54.
Við hvetjum félagsmenn til að mæta og fræðast um hvernig hægt er að styrkja ónæmiskerfið og hitta aðra foreldra og félagsmenn í Neistanum.

Mömmuklúbbur 11 mai 2011

By Fréttir

MÖMMUKLÚBBUR!!
Breyting á degi en við ætluðum að hittast í kvöld 10. maí en vegna Eurovision höfum við ákveðið að fresta því um einn dag og hittast í staðinn miðvikudaginn 11.maí kl.20 á Kaffi Mílanó Faxafeni 11.

Hlökkum til að sjá sem flestar mömmur 🙂