Skip to main content
Monthly Archives

júní 2011

Sumarhátíð Neistans 2011

By Fréttir

Sumarhátíð 2011

Sumarhátíð Neistans 2011 verður haldin fimmtudaginn 23. júní n.k. frá kl. 17:00 til 20:00 í skemmtigarðinum Grafarvogi. Þar gæðum við okkur á grilluðum pylsum með tilheyrandi í frábærri aðstöðu garðsins.

 

Neistinn ætlar að bjóða fjölskyldum í ævintýra minigolf sem er í dag ein vinsælasta afþreying garðsins.Þeir sem ætla að þiggja boð Neistans og fara í golfið þurfa að skrá sig fyrir 21. júní n.k. í síma 899 1823 eða senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is svo hægt sé að raða upp í brautirnar.

 

Staðsetning

Frá Gullinbrú í Grafarvogi er ekið um 1 km leið að garðinum og sést stórt sjóræningjaskip á vinstri hönd þegar þið nálgist garðinn.

 

Hlökkum til að sjá ykkur öll í sumarskapi.

Stjórn Neistans

Aðalfundur Neistans

By Fréttir

Aðalfundur Neistans var haldinn í gærkveldi, það var ágæt mæting og fundarhöld gengur vel.

Farið var yfir skýrslu stjórnar og reikninga og voru þeir samþykktir einróma.

Úr stjórn gengur Berglind Sigurðardóttir, Gróa Jónsdóttir og Hallgrímur Hafsteinsson og færum við þeim hjartans þakkir fyrir óeigingjarn starf í þágu Neistans.

Ný stjórn Neistans skipa því nú Guðrún Bergmann Franzdóttir formaður, Andri Júlíusson, Guðný Sigurðardóttir, Fríða Arnardóttir, Karl Roth, Olga Hermannsdóttir og Ellý Ósk Erlingsdóttir.

Bjóðum við nýjum stjórnarmönnum hjartanlegar velkomna.

Skoðunar menn reikninga voru einnig kostnir og eru það  Martha Richart og S.Andrea Ásgeirsdóttir.

Bjóðum við þeim öllum hjartanlega velkomin og hlökkum til samstarfsins með þeim.