Skip to main content
Monthly Archives

ágúst 2011

Sundferð Neistans

By Fréttir

lgafellslaug

 

Nú er sumarfrí Mömmuklúbbsins á enda og ætlum við að fara í Lágafellslaugina Mosfellsbæ sunnudaginn 4.september og skemmta okkur saman, hittumst í anddyrinu kl. 11 :=)

 

Allir velkomnir mömmur,pabbar,ömmur,afar,systkini og frændsystkini, sjáumst hress!!

Á allra vörum

By Fréttir

allravrum

 

Ríflega 40 milljónir króna  söfnuðust í átakinu „Á allra vörum“ 2011.  Söfnunarféð verður notað til að kaupa nýtt hjartaómskoðunartæki fyrir börn,  

sem staðsett verður á Barnaspítala Hringsins. Tækið hefur verið nefnt „Hjörtur“, en sú tillaga kom fram með þessum orðum: „Megi Hjörtur bjarga mörgum litlum hjörtum“ – í beinni útsendingu á Skjá einum á föstudagskvöldið s.l.

Átakið hófst formlega 12. ágúst með sölu á hinum landsþekktu „Á allra vörum“ glossum frá Dior og lauk á föstudaginn með söfnunarþætti á Skjá einum.

 Enn er hægt að leggja átakinu lið með því að hringja í símanúmerin 903 1000, 903 3000 og 903 5000.

Söfnunarþáttur í opinni á SkjáEinum á föstudaginn

By Fréttir

aallravorum

Á föstudagskvöldið 26. ágúst kl. 21:00 verður söfnunar- og skemmtiþáttur í opinni dagskrá á SkjáEinum. 

Þar geta landsmenn tekið þátt og safnað fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna.

Á meðan á söfnuninni stendur verður fjöldi skemmtiatriða auk þess sem landsþekktir svara í síma og taka á móti styrkjum. 

Allir sem koma að útsendingunni leggja átakinu lið í sjálfboðavinnu.

Einnig er hægt að horfa á þáttinn á netinu á http://www.skjarinn.is/live/ og www.mbl.is.

Hafið stórt hjarta fyrir lítil, og hjálpið okkur að safna fyrir lífsnauðsynlegu tæki fyrir börn með meðfædda hjartagalla.

Á ALLRA VÖRUM KVÖLD Í KRINGLUNNI 18. ÁGÚST

By Fréttir

aallravorum_18agust

Á allra vörum kvöldið verður í Krinlgunni fimmtudagskvöldið 18. ágúst kl. 18:00 – 21:00.  Frábært kvöld sem enginn má missa af.  Á allra vörum glossinn og bolir frá Aunts Design verða til sölu.  Neistinn kynnir starfsemi sína og aðrar frábærar kynningar og tilboð, s,s. Dior kynning og meðferðir til betra útlits.   Drykkir í boði Ölgerðarinnar.  Kynnir kvöldsins verður hin yndislega Sigga Lund.  Helgi Björns, Bogomil Font, Helga Mölller, Sigga Kling og fleiri mæta á svæðið.