Skip to main content
Monthly Archives

október 2011

Sérstök sýning á Algjörum Sveppa og töfraskápnum til styrktar Umhyggju

By Fréttir

 

sveppi

 

Sérstök sýning á Algjörum Sveppa og töfraskápnum til styrktar Umhyggju verður haldin sunnudaginn 30. október kl. 12 í Kringlubíói en þá mun Sveppi mæta á sýninguna og bíómiðinn gildir sem happdrætti.

Reiðhjólin sem Sveppi og félagar hjóla á á ógnarhraða í myndinni verða í vinning.

 

Allur ágóði rennur til Umhyggju

 

http://www.umhyggja.is/   umfelagid/frettir/nr/331

 
Read More

Fræðsla fyrir foreldra langveikrabarna

By Fréttir

 

Laugardaginn 22. október 2011 verður fræðsla fyrir foreldra langveikra barna á Norðurlandi.

 

Hulda S. Guðmundsdóttir sálfræðingur mun koma til okkar og vera með erindi sem hún nefnir;

,,sátt við sjálfan mig´´: Sjálfsmynd og sjálfstyrking (langveikra) barna“.

 

Fundurinn hefst kl: 12:00 og stendur til u.þ.b. 14:00 í Zontahúsinu

Aðalstræti 54 á Akureyri.

 

Auk þess kemur hluti úr stjórn Neistans til að hitta félagsmenn.

Foreldrar og ættingjar langveikra barna velkomnir.

 

Kveðja

Stjórn Neistans.