Skip to main content
Monthly Archives

febrúar 2012

Norrænar sumarbúðir unglinga 14 – 18 ára

By Unglingastarf

noregi3

Sumarbúðir norrænna hjartveikra unglinga verða í Svíþjóð að þessu sinni og verður farið síðustu vikuna í júlí 2012.

 

Þeir sem hafa áhuga á að fara í sumarbúðirnar er bent á að hafa samband við Guðrúnu Bergmann á skrifstofu félagsins í síma 552 5744 eða senda tölvupóst á gudrun@hjartaheill.is.

 

Umsóknarfrestur er til 31. mars, 2012.

 

Sjá nánar um unglingastarf Neistans hér.

 

Stjórn Neistans

Bingó – BINGÓ

By Fréttir

Neistinn býður félagsmönnum sínum í bingó laugardaginn 18. febrúar n.k.  frá kl.12:00 til 14:00 í Seljakirkju.  Fullt, FULLT af flottum vinningum eins og ávallt.

 

Svo gæðum við okkur á dýrindis pizzum að bingói loknu.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Stjórn Neistans

Hjartaþegi hvetur þingheim

By Fréttir

„Það sem vakir fyrir mér er að fá íslensku þjóðina til að vera gjafmildari á líffæri og að stytta bið einstaklinga eftir nýjum líffærum vegna veikinda sem ekki er hægt að lækna á annan máta,“segir Kjartan Birgisson hjartaþegi, sem í morgun afhenti þingheimi áskorun um að taka frumvarp um líffæragjafir á dagskrá þingsins sem allra fyrst.

Read More