Skip to main content
Monthly Archives

maí 2013

Sumarhátíð Neistans 2013

By Fréttir

Solla stirða og íþróttaálfurinn

 

Sunnudaginn 2. júní n.k. höldum við sumarhátíðina okkar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.


Hátíðin stendur frá kl 13:00 til kl. 15:00.

 

Íþróttaálfurinn og Solla stirða koma í heimsókn og skemmta okkur á sviðinu við Víkingavelli

 

Þarna verður pikknikkstemning, því boðið verður upp á
grillaðar pylsur
og drykki.


Frítt verður í garðinn fyrir félaga í Neistanum þennan dag.  Það nægir að láta vita við innganginn að þið séuð í Neistanum.


Hlökkum til að sjá ykkur öll og að eiga með ykkur glaðan dag.

HJÖRTUR er mættur á Barnaspítala Hringsins

By Fréttir
Bjóðum hann velkominn og fögnum afmæli Neistans

Í tilefni af 18 ára afmæli Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna, verður nýja hjartaómskoðunartækið Hjörtur tekið formlega í notkun miðvikudaginn 8. maí kl. 10:00 á leikstofu Barnaspítala Hringsins, 2. hæð.
 
Það var árið 2011, í þjóðarátakinu Á allra vörum, sem safnað var fyrir tækinu sem gerir læknum kleift að greina betur og fyrr hjartagalla í fæddum og ófæddum börnum og skapar þannig gjörbreyttar og betri aðstæður fyrir bæði lækna og sjúklinga. 
 
Okkur þætti vænt um að sem flestir létu sjá sig og tækju þátt í þessum merku tímamótum með okkur
      – og þiggja um leið tertur að hætti Hilla Hjall í boði Sveinsbakarí.

Stjórn Neistans