Skip to main content
Monthly Archives

ágúst 2013

Jólakortasamkeppni 2013

By Fréttir

Jólakortasamkeppni 2013Nú styttist í jólin … eða þannig.  Í ár ætlar Neistinn að leita til allra hjartabarna og systkina þeirra um hugmynd að jólakorti Neistans 2013


Það sem þið þurfið að gera er að teikna fallega mynd sem tengist jólunum og senda til okkar í Síðumúla 6, 108-Reykjavík eða á netfang okkar neistinn@neistinn.is í síðasta lagi 30. ágúst.  Jólakort Neistans í ár verður valið úr innsendum myndum, svo einhver krakkanna okkar fær heiðurinn af Jólakorti Neistans 2013. 


Hlökkum til að taka á móti fallegum myndum.

Reykjavíkurmaraþon 2013 – Hlaupið fyrir Neistann

By Fréttir

 

 

Reykjavíkurmarathon 2013Reykjavíarkurmaraþon verður hlaupið 24. ágúst.  Maraþonið er 30 ára í ár og má því búast við mikilli þátttöku og góðri stemmningu.  Að vanda geta vinir Neistans tekið þátt í söfnun fyrir félagið með því að heita á þá hlaupara sem hlaupa til góðs í nafni Neistans.  Nú eða þá að hlaupa sjálfir í nafni félagsins og safna áheitum.

 

 

Heita á hlaupara – styrkja Neistann

 

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni og styrkja góðgerðarfélög eins og Neistann.  Hægt er að heita á hlaupara fram að miðnætti mánudaginn 26. ágúst en hlaupið fer fram laugardaginn 24. ágúst 2013.
 
Hlaupara Neistans má sjá hér á http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/490695-2309.  Auðvelt er að heita á þá á síðunni en hægt er að greiða áheit með kreditkorti, millifærslu eða með því að senda áheitanúmer keppenda sem sms skeyti.
 

 

Hlaupa til góðs – safna fyrir Neistann

 

Ef þú vilt sjálf(ur) hlaupa til góðs (t.d. fyrir Neistann) skráir þú þig fyrst í Reykjavíkurmaraþonið á www.marathon.is.  Í skráningarferlinu er boðið upp á að skrá sig sem góðgerðarhlaupara fyrir ákveðið góðgerðarfélag. Haka þarf í reitinn „Já, ég vil hlaupa til góðs“ og velja góðgerðarfélag í fellilistanum.  Nafn þitt birtist á síðunni www.hlaupastyrkur.is og hver sem er getur heitið á þig.  Þú getur sett inn myndir á síðunni og eða sagt frá ástæðu þess að þú hleypur fyrir félagið.

 

 

Viðurkenningarskjal – Þakkir

 

Um leið og Neistinn hvetur fólk til að taka þátt í þessu skemmtilega átaki hvetjum við hlaupara að skrá sig og hlaupa fyrir hjartabörn á Íslandi. Þeim sem safna áheitum fyrir Neistann fá sérstakt viðurkenningarskjal í þakklætisskyni frá félaginu.  Þeim fjölmörgu sem hlaupið hafa í gegnum árin fyrir Neistann eru færðar hjartans þakkir fyrir þeirra framlag.