Skip to main content
Monthly Archives

október 2013

Spilakvöld foreldra 2013

By Fréttir

 Spilakvöld Ellý

Nú styttist í það – munum að skrá okkur!

 

Hið árlega spilakvöld Neistans brestur á föstudagskvöldið 8. nóvember kl. 20:00 í húsnæði Neistans að Síðumúla 6, 1.hæð (gengið inn á vinstri hlið) .

 

Spiluð verður félagsvist (sem sumur kalla framsóknarvist).

 

Flestir kunna þetta fína spil – en þeir sem muna ekki reglurnar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur.  Smellið bara hér.

En maður þarf náttúrulega ekkert að kunna – aðalatriðið er að vera með.

 

Spilakvöld

 

Þeir sem mættu í fyrra vita að hverju þeir ganga enda var alveg hrikalega skemmtilegt, en í boði verður…

  • skemmtilegur félagsskapur
  • veglegir vinningar
  • snarl

(komum sjálf með dreitil til að væta kverkarnar því nóg verður spjallað – og jafnvel spilað)



Hjartaforeldrar, aðstandendur, mætum öll!


Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 5. nóvember á neistinn@neistinn.is.

Á döfinni – haust 2013

By Fréttir

Guðrún og jólasveinn

Nú er eins gott að draga fram almanakið og setja hring um nokkra daga. 

Það stefnir í skemmtilegan vetur hjá okkur.

 

Vídeókvöld (Unglingahópurinn)

Unglingahópurinn ætlar að hittast fljótlega heima hjá Guðrúnu og Jóa (höfum við heyrt) og hangsa og chatta yfir vídeói eða eitthvað.  Nánar seinna.

 

Spilakvöld (foreldrar)

Spilakvöld fyrir foreldra hjartabarna verður haldið föstudaginn 8. nóvember.  Menn ráða því hvað þeir taka spilið alvarlega en þarna verða veglegir vinningar í boði.  Og fullt af þeim.

 

Á spilakvöldin kippa menn gjarnan með sér einhverri hressingu til að liðka um spilafingurna (og málpípuna).

 

Bíó – öll fjölskyldan

Eins og vanalega verður okkur boðið í bíó á einhverja frábæra fjölskyldumynd þegar nær dregur jólum.  Öll smáatriðin verða hér á vefnum þegar nær dregur.

 

Jólaball

Að vanda verður jólaballið á sínum stað.  Jólasveinninn kemur með pokann góða.  Dansað verður í kringum jólatréð og allt það.  Kaffi og krakkahressingar og bara mikil gleði.  Jólaböllin hafa verið rosalega vel sótt enda stemningin bara frábær. 

Takið frá sunnudaginn 8. desember, kl. 14 – 16.

 

 

Munið Fésbókarsíðuna okkar:

      https://www.facebook.com/neistinn.styrktarfelaghjartveikrabarna

 

Nánari upplýsingar um unglingastarfið er að finna hér.

Styrkjum hjartaþræðina – söfnun fyrir nýju hjartaþræðingartæki

By Fréttir


styrkjumhjartaNeistinn og Hjartaheill hafa hrundið af stað átakinu Styrkjum hjartaþræðina, til söfnunar fyrir nýju hjartaþræðingartæki á hjartadeild Landsspítalans. Elsta hjartaþræðingartækið á Landspítalanum er nú orðið 16 ára gamalt og aðeins tímaspursmál hvenær notkun þess verður alfarið hætt.  Í dag eru 260 manns á biðlista eftir hjartaþræðingu sem er algerlega óviðunandi ástand.

 

Með nýju tæki er hægt að stytta biðlistana og auka lífsgæði fjölda fólks sem nú býr við mikla óvissu. 50 til 70 börn fæðast árlega með hjartagalla og rúmlega 700 Íslendingar látast árlega af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Hjartadeildin þarf nauðsynlega að eignast nýtt hjartaþræðingartæki en þar eru framkvæmdar um 200 aðgerðir í hverjum mánuði.


Biðlað er til landsmanna um að leggja fé til söfnunarinnar, en það er hægt með þrennum hætti, greiða valgreiðslu í heimabanka, hringja í styrktarsíma, eða leggja beint inn á reikning söfnunarinnar ef um hærri fjárhæðir er að ræða. 


LEIÐ 1:

Valgreiðslur munu birtast í heimabönkum elsta íbúa hvers heimilsfangs á næstu dögum.

 

LEIÐ 2

Styrktarsímanúmer

907-1801 – 1000 kr. framlag

907-1803 – 3000 kr. framlag

907-1805 – 5000 kr. framlag

 

LEIÐ 3

Leggja inn á reikning. Hentar fyrirtækjum og öðrum sem vilja láta meira af hendi rakna.

0513-26-1600
kt: 511083-0369