Skip to main content
Monthly Archives

apríl 2014

Árshátíð Neistans 2014 fellur niður/frestast

By Fréttir


Ari Eldjárn


Elsku vinir.


Okkur til mikillar armæðu tilkynnist hér með að árshátíðin í ár verður slegin af
– eða a.m.k. frestað.


Ónóg þátttaka veldur.


Hvað veldur hins vegar þátttökuskortinum verður nú greint í þaula og blásið til úrvalsárshátíðar að ári
– eða fyrr.

Árshátíð Neistans 2014

By Fréttir


GUCHarar, hjartaforeldrar, aðstandendur … Árshátíðin vofir yfir!Ari og GísliHvenær: Föstudaginn 2. maí, 2014.


Klukkan: 19:30-Fordrykkur, 20:00-Borðhald
Hvar: Rúgbrauðsgerðin (Naminamm!) Borgartúni 6
Hvað: Frábær matur, skemmtilegt fólk
Tónlistaratriði: Jú takk
Uppistand: ARI ELDJÁRN (say no more)


Veislustjóri: GÍSLI EINARSSON (Landinn sjálfur)


Dans: Auðvitað!

 – Hinn síkáti ÖRLYGUR SMÁRI tryggir stuðið.


Happdrætti:  Auðvitað!
Fordrykkur:  Jebbs!
Eitthvað ætt?  Smellið hér ->  Matseðill


Prís5.900 (greiðist helst fyrir 30. apríl*)

Greiðsla:  Millifæra á

    kt. 490695-2309

    reikn. 345-26-141

    staðfesting á: neistinn@neistinn.is

*Þeir sem vilja komast yfir mánaðamótin eða nota greiðslukort hringi í Guðrúnu í síma 899 1823. Það reddast!


Miðarnir afhendast við innganginn.


Árshátíðin á Fésbókinni hér.

Bingó 2014

By Fréttir

Páska-BINGÓ !!!!!!

Bingo2

Hið árlega BINGÓ Neistans brestur á þriðjudaginn 8. apríl

kl. 17 – 19

 

Spilað verður í Seljakirkju.  Bingóið er fyrir alla félagsmenn, unga og aldna og að vanda er búist við dúndur mætingu og glymrandi stemningu. 

Hjarta-pizza

Fullt, fullt af flottum vinningum!


SPJALDIÐ KOSTAR 250,- kr.

 

Svo gæðum við okkur á dýrinds pizzum að bingói loknu.