Skip to main content
Monthly Archives

February 2015

Leikhúsferð Neistamanna

By Fréttir


Nú ætlar Neistafólk og aðstandendur að flykkjast í Tjarnarbíó og sjá leikritið…


* * * BJÖRT Í SUMARHÚSI * * *

Björt í sumarhúsi

eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og
Þórarin Eldjárn.

 

Laugardaginn 28. febrúar, kl 15:00.


Pöntum miða í síma 527 2100 og segjumst vera í Neistanum.


Miðaverð fyrir okkur verður 2.200 kr.

 

Sjá nánar á http://tjarnarbio.is/?id=963.

Norrænu sumarbúðirnar 2015 – umsóknarfrestur styttur

By Unglingastarf

forsíðumynd

 

Umsóknarfrestur fyrir norrænu sumarbúðirnar 2015 í Danmörku hefur verið styttur.  


Forgangsumsóknir skulu eigi síðar en mánudaginn 16. febrúar – þá ganga fyrir þeir sem ekki hafa farið áður.  


Eftir það verða teknar fyrir umsóknir þeirra sem farið hafa.

 

Fyrstur kemur, fyrstur fær en pláss er fyrir 10 unglinga.

 

Sumarbúðir norrænna hjarta-unglinga eru fyrir hjartakrakka 14 – 18 ára (sem fæddir eru
1997 -2001).  Þar er alltaf mikið fjör og hér má sjá myndir á Fésbók af búðunum sl. sumar

 

Búðirnar 2015 verða á Jótlandi í Danmörku og standa yfir dagana 17. – 24. júlí.

 

Þeir sem hafa áhuga á að fara í sumarbúðirnar er bent á að hafa samband við Neistann í síma 899-1823 eða senda tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

 

Sjá nánar um unglingastarf Neistans hér.