Skip to main content
Monthly Archives

desember 2015

Flugeldar til styrktar Neistanum

By Fréttir

 

Púðurkerlingin


Flugeldasalan Púðurkerlingin vill gefa til baka til samfélagsins.


Fyrirtækið hefur frá upphafi haft það að markmiði að gefa vænan hluta af hagnaði til góðs málefnis. Í ár styrkir hún Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Með þessu vill Púðurkerlingin leggja sitt af mörkum til að efla það góða starf sem Neistinn stendur fyrir.


Það er alveg gráupplagt að kaupa flugeldana í ár hjá Púðurkerlingunni, því 10% af hagnaði flugeldasölunnar fer til Neistans og þar að auki mun allur ágóði af Krakkapakkanum renna til okkar óskiptur.

Tilboð Olís til Neistans og Neistafélaga

By Fréttir

 

Föstudaginn 11. desember runnu 5 kr. af hverjum seldum eldsneytislítra hjá OLÍS til Neistans.  Þetta gaf okkur hvorki meira né minna en 1,5 milljónir!  Neistinn þakkar öllum sem lögðu hönd á plóg og keyptu eldsneyti þennan dag eða hvöttu aðra til dáða.

Nú hefur Olís ákveðið að láta kné fylgja kviði og ætlar að bjóða vinum Neistans vildarkjör á eldsneyti og styrkja Neistann í leiðinni.

 

– 8 kr. á þínum stöðvum 
* 6 kr. afsláttur af hverjum eldsneytislítra hjá ÓB og Olís. 
* 2 kr. viðbótarafsláttur með því að velja þína ÓB- og Olís-stöð

 15 kr. af hverjum 1.000 kr.
Í formi Vildarpunkta eða Aukakróna Landsbankans

– 1 kr. til Neistans
Auk ofangreindra afsláttarkjara rennur 1 kr. af hverjum eldsneytislítra sem keyptur er með lyklinum til Neistans-Styrktarfélags hjartveikra barna.

Sjá í viðhengi hvernig nálgast má tilboðið

 

Smellið hér til að sjá allt um þetta tilboð.

Neistinn

Dælum til góðs fyrir Neistan 11. desember

By Fréttir

 


Olís eða ÓB bensín hafa ákveðið að styrkja Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, í átakinu Gefum og gleðjum.

 

Ef þú þarft að taka bensín þá væri frábært að gera það föstudaginn 11.desember – hjá Olís eða ÓB bensíni.

Þannig styrkir þú Neistann um 5 kr. af hverjum lítra.


Þá er gott að joina á fésbókinni til að fá áminningu þegar kemur að þessum ágæta degi.


2015-12-02 15 03 39-Document12 - Word