Skip to main content
Monthly Archives

febrúar 2016

Árshátíð Neistans 2016

By Fréttir


GUCHarar, hjartaforeldrar, aðstandendur … Árshátíðin!

 

Hvenær: Laugardaginn 5. mars, 2016.

(enn er hægt að kaupa miða – jafnvel fram á föstudag)

Össur-Jóhannes-Svavar Knútur

 
Klukkan: 19:30 – Fordrykkur,   20:00-Borðhald
Hvar: Rúgbrauðsgerðin (Naminamm!) Borgartúni 6
Hvað: Frábær matur, skemmtilegt fólk


Veislustjóri: Össur Skarphéðinsson (er algerlega meððedda)

Uppistand: Jóhannes Kristjánsson (maður er strax farinn að hlæja)

Tónlistaratriði: Svavar Knútur (ó, hann syngur svo fallega)


Dans: Auðvitað!  –  Happdrætti:  Auðvitað! –  Fordrykkur:  Jebbs!

MATSEÐILL (smellið og fyrir yður um upp lokið verða)


Prís5.500 kall

Greiðsla:  Millifæra á …

    kt. 490695-2309

    reikn. 101-26-777147 

    staðfesting sendist á: neistinn@neistinn.is

 

…eða með korti á skrifstofunni (í síma 552-5744)

 

Miðarnir afhendast við innganginn.


Árshátíðin á Fésbókinni hér.

Neistinn og Blóðbankinn

By Fréttir

Vitundarvika um meðfædda hjartagalla, dagana 7. – 14. febrúar

7. – 14. febrúar ár hvert er alþjóðleg vika meðfæddra hjartagalla (CHD awareness week).  Í þessari viku verður sérstök áhersla lögð á að fræða almenning um meðfædda hjartagalla, hetjurnar sem lifa með þá alla sína ævi, fjölskyldur þeirra og lífið með hjartagalla.

Félagið mun á hverjum degi viku velja eitt atriði til kynningar á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.  Hápunktur vikunnar verður svo blóðsöfnunardagur sem skipulagður er í samvinnu við Blóðbankann.  Þann dag eru aðstandendur og almenningur hvattir til að gefa blóð.

 

Blóðsöfnunardagur Blóðbankans og Neistans, 11. febrúar

Fimmtudaginn 11. febrúar munu Blóðbankinn og Neistinn hvetja menn sérstaklega til að gefa blóð.  Hjartabörn hafa býsna mörg þurft að nota þjónusta bankans og viljum við, aðstandendur þeirra, þakka fyrir okkur með því að gefa blóð og hvetja aðra til samflots.

Blóðsöfnunin stendur allan fimmtudaginn 11. febrúar, opið frá 08:00 -19:00. 
Léttar veitingar verða í boði Blóðbankans.
Barnapössun, andlistsmálun og blöðrur, milli kl. 14:00 og 18:00.


Blóðbankinn er staðsettur á Snorrabraut 60 en einnig verður vel tekið á móti fólki í Blóðbankanum á Akureyri, ásamt því að Blóðbankabíllinn verður staddur við Menntaskólann í Hamrahlíð frá kl. 09:30-14:00


Við hvetjum alla sem geta að mæta og leggja inn í mikilvægasta banka landsins. Þeir sem vilja, endilega smellið af mynd og merkið #Neistinn og #einstokhjortu. Hægt er að fylgjast með viðburðinum hér