Skip to main content
Monthly Archives

mars 2016

Orlofshús sumarið 2016

By Fréttir

Orlofshúsið Vaðlaborgum

Sem aðilar að Umhyggju getum við fengið að dvelja í frábærum sumarhúsum félagsins í Vaðlaborgum og Brekkuskógi.

Umsóknarfrestur fyrir sumarið 2016 rennur út 20. mars nk.

  • Eins og undanfarin ár kostar vikan 25.000 kr.
  • Húsin eru leigð frá föstudegi til föstudags.
    Komutími í húsin eru kl. 16.00 og brottfarartími er kl. 12.00.
  • Það eru rúm fyrir 8 manns í Brekkuskógi en 6 manns í Vaðlaborgum.
    Þar er hægt að fá dýnur lánaðar.
  • Með húsunum er heitur pottur, uppþvottavél og þvottavél.
  • Einnig eru sjúkrarúm og lyftarar í báðum húsunum.

Framhlið
Sjá nánar hér (myndir o.fl.).  Einnig á  www.umhyggja.is.
 

Til að sækja um sumarhús:

Smella hér og sækja um á netinu.

Hringja í síma 552-4242.

Senda tölvupóst á  umhyggja@umhyggja.is

Páskabingó Neistans

By Fréttir

Hið árlega BINGÓ Neistans brestur á laugardaginn 12. mars  kl. 14 – 16. 


Athugið að spilað verður á nýjum stað – í ár er það Vinabæ, Skipholti 33.

 

Bingóið er fyrir alla félagsmenn, unga og aldna og að vanda er búist við dúndur mætingu og glymrandi stemningu!

 

Að vanda verður fullt, fullt af flottum vinningum!

 

SPJALDIÐ KOSTAR 250,- kr. 

 

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!