Skip to main content
Monthly Archives

júní 2016

Víkingahátíðin 2016

By Fréttir

Helgina 16. – 19. júní fór fram hin árlega víkingahátíð í Hafnarfirði við Fjörukránna. 

Mikið fjölmenni var á staðnum frá hinum ýmsu löndum og landshornum, sýndi og seldi handverk, kynnti forna víkingasiði, leiki og bardaga og skemmti sér saman.

Grétar Hermannsson, víkingur með meiru, búsettur í Svíþjóð, ákvað að styðja við Neistann  með sölu á eyrnalokkum með lífstrénu – Ask Yggdrasils. 

Söfnuðust alls tæpar 64 þúsund krónur til handar Neistanum.

 

En það endar ekki þar, því hann ákvað að gefa Neistanum þá eyrnalokka sem eftir urðu, og er hægt að kaupa þá í gegnum Söndru, stjórnarmeðlim Neistans, með því að senda skilaboð á fésbókinni

 

Við hjá Neistanum kunnum Grétari hjartans þakkir fyrir

 

víkingahátíðeyrnalokkar

Hjólað fyrir Neistann

By Óflokkað

Hjólað fyrir Neistann var lokaverkefni þriggja stelpna úr 10. bekk Réttarholtsskóla.

Katarína Eik Sigurðardóttir, Hlín Eiríksdóttir og Ólöf Jóna Marinósdóttir lögðu af stað í 24 klukkustunda hjólaferðalag til að safna áheitum fyrir Neistann. Þær hjóluðu alls 285 km og söfnuðu 145.500 krónum. Þær gerðu myndband úr ferðinni og gáfu okkur einnig eintak af bók sem fjallar um ferðalagið í orði og myndum. Við hjá Neistanum þökkum þessum metnaðarfullu stelpum hjartanlega fyrir styrkinn og óskum þeim góðs gengis í framtíðinni. Aurinn mun svo sannarlega nýtast vel.


Hægt er að sjá skemmtilegt video frá ferðinni hér


Neistinn Cyclothon

Hjólað fyrir Neistann

By Fréttir

Hjólað fyrir Neistann var lokaverkefni þriggja stelpna úr 10. bekk Réttarholtsskóla.

Katarína Eik Sigurðardóttir, Hlín Eiríksdóttir og Ólöf Jóna Marinósdóttir lögðu af stað í 24 klukkustunda hjólaferðalag til að safna áheitum fyrir Neistann. Þær hjóluðu alls 285 km og söfnuðu 145.500 krónum. Þær gerðu myndband úr ferðinni og gáfu okkur einnig eintak af bók sem fjallar um ferðalagið í orði og myndum. Við hjá Neistanum þökkum þessum metnaðarfullu stelpum hjartanlega fyrir styrkinn og óskum þeim góðs gengis í framtíðinni. Aurinn mun svo sannarlega nýtast vel.


Hægt er að sjá skemmtilegt video frá ferðinni hér


Neistinn Cyclothon

Reykjavíkurmaraþon 2016

By Fréttir

Núna styttist í Reykjavíkurmaraþonið en það mun fara fram þann 20. ágúst næst komandi. 

Í fyrra var frábær þátttaka og það stefnir aftur í annað eins, og að sjálfsögðu er Neistinn aftur í hópi þeirra góðgerðarfélaga sem hægt er að hlaupa fyrir.  

 

Hægt er að fylgjast með og heita á hlaupara Neistans hér, og svo erum við dugleg að setja inn upplýsingar á facebook síðuna okkar og einnig er hægt að fylgjast með viðburðinum á fésbókinni. 

 

Við höfum ákveðið að vera aftur með „hashtögg“ sem við hvetjum alla til að nýta sér, þannig verður enn skemmtilegra að fylgjast með en þau eru #Neistinn #éghleypfyrirNeistann #skiptirekkimáliámeðanþúklárar #neistahlaup2016 og svo #hlaupastyrkur og #reykjavikmarathon

 

Við verðum svo að sjálfsögðu með hvatningarstöð við hlaupabrautina fyrir þá sem munu ekki hlaupa sjálfir, og verðum með bás á opnunarhátíðinni þann 18. og 19. ágúst sem við hvetjum að sjálfsögðu alla til að kíkja á! 

 

                                                                           hlaup