Skip to main content
Monthly Archives

september 2016

Samfélagssjóður ISAVIA

By Fréttir

Þann 1. september síðast liðinn veitti ISAVIA styrki úr samfélagssjóði sínum,

en ISAVIA hefur síðustu ár látið til sín taka í samfélagsmálum landsins og styrkt fjöldamörg góð verkefni.

Í ár fékk meðal annars Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, styrk úr sjóðnum vegna Norðurlandasumarbúða unglinga,

en ISAVIA styrkti félagið um 200.000 kr.

Fyrir hönd Neistans tók Sandra Valsdóttir, varaformaður félagsins, við styrknum.


Þakkar Neistinn ISAVIA hjartanlega fyrir

styrkur í KEF2

Spennandi vetur

By Fréttir

Nú er aðeins liðið á september og nóg framundan! Allir félagsmenn ættu að hafa fengið fallegt minnisblað til að skella á ísskápinn fyrr í mánuðinum. 

 

Í liðinni viku hófust mömmuhittingarnir aftur og var mæting góð að venju 🙂 Við hvetjum að sjálfsögðu allar mömmur til að mæta, kynnast og hafa gaman! Hægt er að fylgjast með inni á lokaða hópnum hjartamömmur á fésbókinni. 

 

En hér á eftir kemur vetrardagskráin: 

21. september – kl 20:00 –   Fræðslukvöld – SÍBS húsinu, Síðumúla 6. Hilma Hólm hjartalæknir fjallar um rannsókn á erfðum hjartagalla

25. september – kl 10:00 –   Hjartahlaupið – Kópavogsvöllur

29. september   kl. 17:30 –  Alþjóðlegi hjartadagurinn – Hjartaganga í Elliðarárdalnum

14. október       kl. 18:00 –   Unglingahittingur – Pizza og pílukast

4. nóvember      kl. 20:00  –  Spilakvöld foreldra – SÍBS húsið, Síðumúla 6

11. desember    kl. 14:00  – JÓLABALLIÐ – Safnaðarheimilinu Grensáskirkju. jóla jóla jóla!! 

 

Endilega fylgist vel með á heimasíðunni okkar og hér

 

 

Norðurlandasumarbúðirnar 2016

By Fréttir

grouppicisl16