Skip to main content
Monthly Archives

maí 2017

Styrkur

By Fréttir

 

Lionsklúbbur Reykjavíkur færði á dögunum Neistanum veglegan styrk að gjöf.

Þessi stóra gjöf er ómetanleg fyrir starfið okkar og sömuleiðis hvatning og mikilvæg viðurkenning.

Við færum Lionsklúbb Reykjavíkur hjartans þakkir fyrir !

Unglingahópur Neistans

By Fréttir

Pizza spjall

Unglingahópur Neistans hittist í byrjun vikunnar og áttu þau skemmtilega kvöldstund saman.

Gunnlaugur Sigfússon hjartalæknir mætti og snæddi með þeim pizzu og átti með þeim létt spjall.

Gaman að sjá hversu góð mætting er á hittingana hjá unglinga hópnum  og hversu samheldinn þau er.

 

Lionsklúbburinn Fjölnir

By Fréttir
Lionsklúbburinn Fjölnir færði Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna, 10 milljóna króna peningagjöf.
Það er hæsti styrkur sem íslenskur Lionsklúbbur hefur veitt einum og sama aðilanum.

Árlega fæðast um 70 börn með hjartagalla hér á landi, eða 1,7% allra barna sem fæðast. Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, styrkir árlega fjölda fjölskyldna sem þurfa að fara með börn í hjartaaðgerðir erlendis. Lionsklúbburinn Fjölnir hóf söfnun fyrir Neistann vorið 2016 með sölu á DVD diski um ferðalag keisaramörgæsanna.

Þórir Jensen, formaður Lionsklúbbsins Fjölnis, segist ánægður að geta stutt Neistann. „Já, þetta hefur verið talið mjög gott málefni. Þetta er erfitt hjá öllum sem lenda í þessu að eiga fyrir þeim útlagða kostnaði sem fólk þarf að bera til að fara með börnin sín í svona aðgerðir,“ segir Þórir.

Allur ágóði söfnunarinnar rennur til Neistans, eða um tíu milljónir króna, sem er hæsti styrkur sem íslenskur Lionsklúbbur hefur veitt einum aðila. Elín Eiríksdóttir, formaður Neistans segir styrkinn afar kærkominn. „Já það hjálpar rosalega mikið, að létta undir þegar fólk verður fyrir vinnutapi, að þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan í það,“ segir Elín.

Og Elín þekkir af eigin raun hvað Neistinn skiptir miklu máli, en fjölskyldan hefur þrisvar farið með son hennar til Svíþjóðar í opna hjartaaðgerð. „Þannig að það hefur hjálpað okkur fjölskyldunni mjög mikið að hafa styrktarsjóðinn á bak við okkur,“ segir Elín.

Aðalfundur Neistans 2017

By Fréttir

Aðalfundur Neistans verður haldinn miðvikudaginn 17. maí kl. 20:00 í Síðumúla 6. (2. hæð).

Dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar félagsins lagðir fram
4. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning skoðunarmanns reikninga
7. Kosning stjórnar*
8. Önnur mál

 

* Kosið verður í 3 sæti í stjórn til tveggja ára og eitt sæti til eins árs.

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, vinsamlegast láti vita ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfund á  neistinn@neistinn.is.