Skip to main content
Monthly Archives

júní 2017

Nú styttist í hlaup !

By Fréttir

Nú styttist óðum í Reykjavíkurmaraþonið sem er ein af okkar stærstu fjáröflunum!

Fjöldinn allur mun hlaupa fyrir Neistann þann 19. ágúst næst komandi, en þetta er félaginu ómetanlegur stuðningur.
Til þess að sýna þakklæti okkar gefum við öllum hlaupurum Neistans dry-fit boli merkta félaginu;
endilega hafið samband við Neistann í s: 899-1823 eða senda póst á frida@neistinn.is
 
Við viljum hvetja alla hlaupara til að minna á sig, og nota “hashtöggin”#Neistinn #ÉghleypfyrirNeistann, #skiptirekkimáliámeðanþúklárar og #Reykjavikurmarathon
Og eins og áður verður Neistinn með skemmtilega hvatningarstöð á hlaupaleiðinni við JL húsið sem við að sjálfsögðu hvetjum alla til að mæta á og hvetja hlauparana okkar!
Endilega fylgist vel með á Ég hleyp fyrir Neistann en það munu koma fram upplýsingar bæði fyrir hlaupara, sem og þá sem hvetja þá áfram!

Hér er hægt að skoða hlaupara Neistans og heita á þá – ÁFRAM ÞIÐ!

Kökubasar

By Fréttir

Vinkonurnar Móey María og Margrét Júlía í 10.bekk í Salaskóla voru með fjáröflun á dögunum fyrir Neistann. Þær voru með kökubasar þar sem þær tóku niður pantanir, bökuðu og seldu kökur fyrir 81.668 krónur en þetta var liður í þemaverkefni í skólanum þeirra. Kornax og Katla styrktu þær í bakstrinum sem nýttist þeim vel í þessu verkefni.

Við færum þessum metnaðarfullu og flottu stelpum hjartans þakkir fyrir styrkinn.