Skip to main content
Monthly Archives

ágúst 2017

By Fréttir

Núna eru liðnir nokkrir dagar frá Reykjavíkurmaraþoninu, og búið að loka fyrir áheitasöfnun.

Í ár hlupu hátt í 120 manns fyrir félagið, og söfnuðu hvorki meira né minna en 3.332.385 krónum!

Við viljum þakka öllum hlaupurunum okkar, sem og öllum þeim sem hétu á þá, og að sjálfsögðu öllum sem mættu á hvatningarstöðina og hvöttu hlauparana áfram!

Viljum færa Farva hjartans þakkir fyrir að gefa öllum þeim sem hlupu 10 km, 21 km og 42 km hlaupaveggspjald til minningar um hlaupið. Takk fyrir okkur !

 

Hjartans þakkir fyrir okkur, ykkar framlag er okkur ómetanlegt!

Nú eru aðeins 3 dagar í hlaup !

By Fréttir

Nú styttist í Reykjavíkurmaraþonið sem mun fara fram þann 19. ágúst n.k.

Skráningarhátíðin fer fram þann 17. og 18. ágúst í Laugardalshöllinni, og við hvetjum alla til að koma við hjá okkur þegar þeir sækja númerin sín!

 

Reykjavíkurmaraþonið hefur verið ein af okkar stærstu fjáröflunarleiðum undanfarin ár, og skiptir félagið mjög miklu máli en um 70 börn á ári greinast á Íslandi  með hjartagalla. Við erum endalaust þakklát öllum hlaupurunum okkar og öllum sem hafa hvatt þá áfram og heitið á, og með  því styrkt við starf félagsins

 

Til þess að sýna þakklæti okkar ákváðum að gefa öllum hlaupurum Neistans dry-fit bolimerkta félaginu og einnig munu þeir sem hlaupa 10 km, 21 km og 42 km fá hlaupaplakat í boði Farva !

 

Fjöldinn allur af flottu fólki ætlar að hlaupa fyrir Neistann í ár og bætist sífellt á listann!

Við viljum hvetja alla hlaupara til að minna á sig, og nota “hashtöggin” #Neistinn #ÉghleypfyrirNeistann, #skiptirekkimáliámeðanþúklárar og #Reykjavikurmarathon

 

Og eins og áður verður Neistinn með skemmtilega hvatningarstöð  á hlaupaleiðinni við JL húsið (kort hér) sem við að sjálfsögðu hvetjum alla til að mæta á og hvetja hlauparana okkar!

 

Hér er hægt að skoða hlaupara Neistans og heita á þá – ÁFRAM NEISTINN!