Árshátíð Neistans 2017
Fjölmennasta árshátíð Neistans hingað til var haldin í Galasalnum í Kópavogi laugardaginn 8. apríl.
Gísli Einarsson tók að sér að vera veislustjóri fyrir okkur og gestirnir skemmtu sér hjartanlega yfir gamanmálum hans. Grillvagninn sá til þess að enginn fór svangur heim. Tryggvi Vilmundar, trúbador, mætti og spilaði fyrir okkur nokkur lög.
Í ár var innanhússskemmtiatriðið spunnið í kringum hlaupahóp Hjartamæðra sem söfnuðu pening til að uppfæra heimasíðu félagsins sem var einnig frumsýnd á árshátíðinni. Í kjölfarið veittum við Kolbrúnu Ýr viðurkenningu en hún safnaði mest í Reykjavíkurmaraþoninu 2016.
Árshátíðinni var svo slúttað með DJ Njalla sem hélt uppi stuði langt fram eftir. Gaman var að sjá unga hjartafólkið okkar fjölmenna á árshátíðina. Við vonum að það hafi skemmt sér vel og komi aftur að ári.