Skip to main content
Monthly Archives

janúar 2018

Bíó fyrir félagsmenn á norðurlandi

By Fréttir

Borgarbíó á Akureyri býður hjartabörnum og fjölskyldum þeirra í bíó fimmtudaginn, 25. janúar kl. 17:40 á Paddington 2.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að skella sér á þessa frábæru mynd, og þökkum Borgarbíói kærlega fyrir ?

Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn til að vita fjölda og hægt er að gera það inn á facebookhópnum Hjartamömmur á norðurlandi

Einnig er hægt að skrá sig hjá Maríu Aðalsteinsdóttur í síma 864-0031

 

Neistahúfa handa nýburum

By Fréttir

Vikuna 7.-14. febrúar stendur yfir alþjóðleg vitundarvika um meðfædda hjartagalla.

Þessa viku eykur Neistinn áherslu á fræðslu til almennings um meðfædda hjartagalla og um leið á starfsemi Neistans.

Einnig mun Neistinn, með traustri og mikilvægri aðstoð sjálfboðaliða og hjartavina, prjóna og gefa öllum nýburum sem fæðast þessa viku fallega, rauða húfu til að heiðra baráttu hjartveikra barna, en árlega fæðast um 70 hjartveik börn á Íslandi.

Hér er hægt er að nálgast uppskriftina af Neistahúfunni en heiðurinn af þessari fallegu húfu á Margrét Harpa hjartamamma. Hægt er að skila húfum til okkar fyrir 1.febrúar næstkomandi.