Stofnfundur Takts var haldinn fimmtudagskvöldið 10.maí sl. Góð mæting var á fundinn og var fyrsta stjórn Takts var samþykkt. En hana skipa Birkir Árnason formaður, Margrét Ásdís Björnsdóttir varaformaður, Helena Rós Tryggvadóttir gjaldkeri, Jakob Petersen ritari, Þórunn Stefánsdóttir samfélagsmiðlar, Aron Ingi Sigurðsson og Guðný Sif meðstjórnendur
Taktur er nýtt félag sem stendur að félagslífi og fræðslu fyrir einstaklinga sem greindir hafa verið með meðfædda hjartagalla, bæði sem börn og á fullorðinsaldri.
Taktur starfar undir stjórn Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna og er félagið hugsað til að veita stuðning og félagsskap fyrir þá einstaklinga sem bæði hafa verið greindir með meðfæddan hjartagalla sem börn og einnig á fullorðins árum og er áframhaldandi stuðningsnet eftir 18 ára aldurinn en Neistinn er hugsað fyrir börn upp að 18 ára aldri.
Taktur hyggst bjóða félagsmönnum upp á fræðsluviðburði ásamt félagslífi sem stuðlar að auknum tengslum milli félaga enda getur oft verið gott að geta leitað til þeirra sem glíma við það sama og maður sjálfur.
Óskum Takti hjartanlega til hamingju og hlökkum til að vinna með þeim 🙂