Skip to main content
Monthly Archives

september 2019

Hjartadagsgangan

By Fréttir

Föstudaginn 27. september kl. 18:00 hefst hjartadagsgangan í Elliðarárdalnum. Lagt verður af stað við brúnna sem er á milli gömlu rafstöðvarinnar og Toppstöðvarinnar. Göngustjórar eru starfsmenn Hjartaheilla og Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna – þátttakan er ókeypis. Genginn verður hringur sem er rétt um 4 km.

Íslenskir víkingar

By Fréttir

Gétar Hermannsson og Kornelia, dóttir hans, eru íslenskir víkingar búsettir í Svíþjóð. Á hverju ári taka þau þátt í víkingahátíðum víðsvegar á Norðurlöndunum og þar með talið á Íslandi. Undanfarin ár hafa Grétar og Kornelia selt eyrnalokka með lífsins tré á víkingahátíðinni í Hafnarfirði og gefið allan ágóðann af þeim til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna.

Við þökkum þeim hjartanlega fyrir þeirra framlag til félagsins.

 

Fyrir þá sem vilja nálgast eyrnalokka er bent á að senda tölvupóst á sandravals@yahoo.com en Gretar og Kornelia geyma alltaf smá lager á Íslandi og rennur allur ágóði af þeim til Neistans.

Alþjóðlegi hjartadagurinn 2019

By Fréttir

Alþjóðlegi hjartadagurinn er haldinn 29. september ár hvert en það er Alþjóðahjartasambandið (World Heart Federation) sem hvetur aðildarfélög sín um allan heim til að halda upp á Hjartadaginn. Á Íslandi sameinast HjartaverndHjartaheillNeistinn og Heilaheill um að halda upp á daginn.

Í ár er lögð áhersla á að fólk verði hjartahetja með því að lofa sjálfum sér og öðrum að vernda hjartað sitt með einföldum breytingum fyrir hjartaheilsuna. Hvetja fólk í öllum þjóðfélagsstéttum til að sýna gott fordæmi fyrir næstu kynslóð og hugsa um hvað get ég gert núna til þess að passa hjartað mitt og hjartað þitt.

Félögin hafa haldið upp á daginn með hjartadagshlaupi og göngu um árabil í samvinnu við Kópavogsbæ sem hefur boðið þátttakendum í sund að hlaupi loknu.

Laugardaginn 28. september kl. 10:00 verður hjartadagshlaupið ræst. Boðið er upp á 5 og 10 km vegalengdir og er þátttaka ókeypis. Hlaupið verður ræst frá Kópavogsvelli og liggur hlaupaleiðin um Kársnesið. Skráning í hlaupið fer fram á www.netskraning.is, Hlaupið hefst klukkan 10:00 og flögutímataka er í hlaupinu. Notaður verður tímatökubúnaður frá Tímataka.net og verða verðlaun veitt fyrir efstu sæti auk útdráttarverðlauna. Frjálsíþróttadeild Breiðabliks sér um framkvæmd hlaupsins. Þegar úrslit liggja fyrir verður hægt að sjá þau á heimasíðum félaganna, timataka.net og á hlaup.is.

Föstudaginn 27. september kl. 18:00 hefst hjartadagsgangan í Elliðarárdalnum. Lagt verður af stað við brúnna sem er á milli gömlu rafstöðvarinnar og Toppstöðvarinnar. Göngustjórar eru starfsmenn Hjartaheilla og Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna – þátttakan er ókeypis. Genginn verður hringur sem er rétt um 4 km.

Oft er hægt að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma og ótímabær dauðsföll með markvissri hreyfingu og að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl.

Hreyfðu þig! Hreyfing þarf ekki að vera bundin við íþróttir eða líkamsrækt og getur verið margs konar, eins og við heimilisstörf, garðvinnu eða einfaldlega að fara út og leika við börnin. Settu þér raunhæf markmið, ekki byrja á því að klífa fjall eða hlaupa maraþon, þú byggir upp þrek og þol smám saman.

Borðaðu hollt! Takmarkaðu neyslu á unnum matvörum sem oft innihalda mikinn sykur, salt og mettaða fitu. Gerðu holla matinn spennandi fyrir börnin, berðu fram litríkan mat eins og ávexti og grænmeti og láttu þau aðstoða við matargerðina. Leiddu hugann að skammtastærðum, notaðu minni matardiska og leyfðu grænmetinu og ávöxtunum að taka mesta plássið.

Segðu NEI við tóbaki! Hafðu reykingarlaust umhverfi. Fræddu börnin þín um skaðsemi tóbaks til að hjálpa þeim að velja líf án tóbaks. Til eru ýmsar leiðir til að hætta að reykja og stundum þarf að leita til sérfræðings.

Haust dagskrá

By Fréttir

 Helst á döfinni

Margt spennandi framundan hjá okkur í vetur.

Fylgist með á heimasíðu okkar neistinn.is, á fésbókarsíðunum okkar, instagram og snapchat.

 

·         27. september kl. 18:00        Hjartaganga:   Hjartaganga í Elliðárdalnum

·         28. september kl. 10:00        Hjartahlaupið:   Kópavogsvöllur

·         Október         kl. 20:00          Fræðslukvöld:  Síðurmúla 6

·         1. nóvember    kl. 19:30         Spilakvöld:      Síðurmúla 6

·         Nóvember        Kl. ?               Unglingahittingur: keila fyrir 10-18 ára

·         8. desember    kl. 14:00        Jólaballið:       Safnaðarheimili Grensáskirkju

·         Desember       kl. 12:00         Bíóferð:   Auglýst síðar

 

 

Fáið þið ekki netpóst Neistans? Endilega sendið okkur rétt netföng á neistinn@neistinn.is

 

Nýtt hjartaþræðingartæki

By Fréttir

Hjartaþræðingardeild Landspítalans fær gjöf frá Jónínusjóðnum

Nýtt hjartaþræðingartæki var tekið í notkun hjá hjartaþræðingardeild Landspítala við Hringbraut, 13.september.  Með því er 11 ára gamalt tæki endurnýjað og hefur deildin nú yfir að ráða þremur fullkomnum þræðingartækjum sem öll hafa verið keypt á síðustu fimm árum. Nýja tækið mun nýtast við fjölþætt inngrip, þar á meðal fyrir börn með hjartagalla.

Gjafa- og styrktarsjóður Jónínu S. Gísladóttur styrkti kaupin á tækinu.

Hjartamömmuhittingur

By Fréttir

Jæja núna þegar allt er að smella í rútínu og svona er ekki tilvalið að hnoða í fyrsta hjartamömmuhittingi vetrarins?

Allar hjartamömmur velkomnar í höfuðstöðvar Neistans í húsi SÍBS Síðumúla 6 kl 20:00 þann 4. september 2019.

Hver kemur með eitthvað til að maula á ef hún hefur tök á, ekkert vera að henda í 10 sortir fyrir hittinginn.

Annars ætlum við bara að hafa það notalegt saman, ræða um börnin okkar eða bara allt hitt, líka velkomið að mæta bara og hlusta og sjá okkur hinar 🙂

Hlökkum til að sjá sem flestar ♥