Skip to main content
Monthly Archives

nóvember 2019

Jólaóróar

By Fréttir

Jólastelpa og jólastrákur til sölu – Athugið takmarkað magn í boði.

Neistinn er með til sölu takmarkað magn af jólaóróum – jólastelpu og jólastrák. Til er bæði í rauðu og hvítu á aðeins 2500 kr stk. Hægt er að panta með því að senda póst á neistinn@neistinn.is

Jólaóróarnir eru hannað af Lilju Gunnlaugsdóttur sem er með fyrirtækið Skrautmen.

Við færum Lilju hjartans þakkir fyrir að gefa Neistanum þessa fallegu jólaóróa til sölu ♥

Spilakvöld

By Fréttir

Spilakvöld Neistans var  haldið föstudagskvöldið 8.nóvember síðastliðinn. Þetta er árlegur viðburður sem er búin að festa sig í sessi hjá foreldrum hjartabarna og félagsmönnum úr Takti. Þetta er góður vettvangur til að hittast, kynnast hvort öðru og spila saman félagsvist. Mætingin var góð og erum við strax farin að hlakka til næsta árs.

Í ár voru það Ágúst Örvar Hilmarsson og Elísabet Bjarnason sem voru stigahæst og fengu þau glæsileg verðlaun fyrir það. Við óskum þeim til hamingju og biðjum þau vel að njóta.
Stjórn Neistans þakkar kærlega fyrir frábæra samverustund og sendir hjartans kveðju til allra þeirra sem gáfu flotta og rausnarlega vinninga sem gerði það að verkum að allir sem mættu fengu veglegan vinning.