Skip to main content
Monthly Archives

janúar 2020

hjarta

Neistinn auglýsir eftir framkvæmdastjóra

By Fréttir

Framkvæmdastjóri – hlutastarf

 

Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna auglýsir 50 % stöðu framkvæmdastjóra frá 1.mars næstkomandi eða eftir samkomulagi.

 

Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna var stofnað þann 9.maí 1995. Félagið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á velferð hjartveikra barna og fullorðinna með meðfæddan hjartagalla.

 

Starfsstöð Neistans er í Reykjavík og er framkvæmdastjóri starfsmaður stjórnar Neistans.

 

Starfið felst m.a í:

  • daglegum rekstri, bókhaldi og utanumhaldi um starfsemi félagsins í samræmi við lög þess, fjárhagsáætlun, ákvarðanir stjórnar og ýmis tilfallandi verkefni.

 

Menntunar-og hæfnikröfur eru:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi og reynsla af verkefnastjórnun. Góð íslenskukunnátta og geta til að tjá sig á ensku. Skipulagshæfileikar og hæfni til að sinna fjölbreyttum verkefnum. Öguð vinnubrögð og lipurð í mannlegum samskiptum. Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli. Góð tölvukunnátta

 

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2020 og skulu umsóknir berast á netfangið neistinn@neistinn.is.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Neistahúfa handa nýburum

By Fréttir

Vikuna 7.-14. febrúar stendur yfir alþjóðleg vitundarvika um meðfædda hjartagalla.

Þessa viku eykur Neistinn áherslu á fræðslu til almennings um meðfædda hjartagalla og um leið á starfsemi Neistans.

Einnig mun Neistinn, með traustri og mikilvægri aðstoð sjálfboðaliða og hjartavina, prjóna og gefa öllum nýburum sem fæðast þessa viku fallega, rauða húfu til að heiðra baráttu hjartveikra barna, en árlega fæðast um 70 hjartveik börn á Íslandi.

Hér er hægt er að nálgast uppskriftina af Neistahúfunni en heiðurinn af þessari fallegu húfu á Margrét Harpa hjartamamma. Hægt er að skila húfum til okkar fyrir 1.febrúar næstkomandi.

sumarbúðir

Norrænu sumarbúðirnar 2020

By Fréttir, Unglingastarf

Sumarbúðir norrænna hjarta-unglinga, 14 – 18 ára (sem fæddir eru 2002-2006), verða í Danmörku næsta sumar.

Búðirnar standa yfir dagana 16. – 23. júlí 2020.

 

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband við Neistann í síma 899-1823 eða sendi tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

 

Pláss er fyrir 10 unglinga.  Ath. að þeir ganga fyrir sem ekki hafa farið áður í norrænu búðirnar.

Umsóknarfrestur er til 31. janúar, 2020.