Skip to main content
Monthly Archives

maí 2021

hjarta

Aðalfundur Neistans 2021 – breyttur fundartími

By Fréttir

Aðalfundur Neistans verður haldinn miðvikudaginn 26. maí klukkan 20:30 í Síðumúla 6 (2. hæð).

Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar félagsins lagðir fram
4. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning skoðunarmanns reikninga
7. Kosning stjórnar*
8. Önnur mál
*Kosið verður um sæti í stjórn til tveggja ára.

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, vinsamlegast látið vita með því að senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is.

Spurningakeppni Neistans

By Fréttir

Neistinn hélt rafræna spurningakeppni fyrir félagsmenn fimmtudaginn 6. maí síðastliðinn. Mikil ánægja ríkti meðal þeirra sem tóku þátt. Við hlökkum þó mikið til að halda viðburði þar sem hægt er að hitta félagsmenn í eigin persónu.

Sigurvegarar spurningakeppni Neistans

Sigurvegar spurningakeppni Neistans

Systkinin Elsa Rán Hallgrímsdóttir, Sigursteinn Nói Hallgrímsson og Sólon Theodór Hallgrímsson voru stigahæst og við óskum þeim hjartanlega til hamingju með að sigurinn. Stjórn Neistans þakkar kærlega fyrir frábæra samverustund og vill jafnframt þakka fyrirtækjunum Ásbirni Ólafssyni, Ó. Johnson og Kaaber og Rush fyrir að gefa veglega vinninga.