Skip to main content
Monthly Archives

desember 2021

Starfsemi Neistans kynnt

By Fréttir

Í aðdraganda jóla mun starfsfólk á okkar vegum vera sýnilegt víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Þau ætla að kynna starfsemi Neistans ásamt því að bjóða fólki að leggja samtökunum lið með mánaðarlegu framlagi.
Mánaðarleg framlög frá einstaklingum eru dýrmæt fjáröflunarleið og skipta sköpum til þess að hægt sé að halda úti mikilvægu starfi samtakanna í þágu barna með hjartagalla.
Við vonum innilega að þau sem verða á vegi okkar dásamlega fólks taki vel á móti þeim.

Jólagjafir Neistans

By Fréttir

Þar sem við þurftum því miður að fella niður jólaskemmtunina okkar ákváðum við að hafa samband við jólasveininn og athuga hvort hann væri ekki til í að hjálpa okkur að gleðja krakkana okkar sem höfðu skráð sig. Sveinki var sko heldur betur til í það og heimsótti börnin og færði þeim smá jólagjöf frá félaginu.

Þar sem nokkur afgangur var af gjöfunum viljum við bjóða þeim félagsmönnum sem hafa áhuga á að koma við á skrifstofunni okkar í Borgartúni 28a, og sækja gjöf frá Neistanum, föstudag 17.desember milli 12-14 og mánudag 20.desember milli 16-17.