Skip to main content
Monthly Archives

janúar 2022

Fundi styrktarsjóðs frestað

By Fréttir

Vegna samkomutakmarkana í samfélaginu og takmörkunum á fundarhaldi hefur stjórn styrktarsjóðs hjartveikra barna ákveðið að fresta úthlutundarfundi fyrir janúarúthlutun til 15. febrúar nk.

Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann valda.

Ef það eru einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband í síma 899-1823, eða á neistinn@neistinn.is.

Starfsemi barnahjartalækna flytur

By Fréttir, Uncategorized

Um leið og Neistinn óskar félagsmönnum sínum og velunnurum gleðilegs nýs árs viljum við koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

Frá og með mánudeginum 3. janúar hefur þjónusta barnahjartalækna sem höfðu aðsetur í Domus Medica, flutt í Urðarhvarf 8, Kópavogi. S: 563-1010.

Þangað flytja líka aðrir barnalæknar sem störfuðu í Domus og Barnalæknaþjónustan.

Í Domus Medica voru þeir Gunnlaugur Sigfússon, Gylfi Óskarsson og Sigurður Sverrir Stephensen með stofu.

Hróðmar Helgason er með aðsetur í Heilsuklasanum, Bíldshöfða 9. S: 599-1600.