Skip to main content
Monthly Archives

mars 2022

uglingastarf neistans Speed boat adventure

Lilja Eivor mun leiða unglingastarf Neistans

By Fréttir, Uncategorized, Unglingastarf

Til þess að efla unglingastarfið hjá Neistanum hefur Lilja Eivor Gunnarsdóttir tekið að sér að leiða það.

Nánar um Lilju

Lilja er með B.A. gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Hún stundar framhaldsnám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf og starfar auk þess sem þjálfari á námskeiðum hjá KVAN og hefur náð frábærum árangri með skjólstæðingum sínum

Hún hefur starfað með börnum og unglingum í mörg ár, þá aðallega sem stuðningur fyrir börn með sérþarfir. Hún hefur unnið með unglingum í leiklist, samskiptahæfni og við það að hjálpa þeim að stækka þægindarammann sinn. Lilja vann einnig á Landspítalanum með ungmennum í fíkniefnavanda.

Næsti hittingur

Næsti hittingur verður á sunnudaginn 27. mars klukkan 19.30 þar sem Lilja mun sjá um að hrista hópinn (14-18 ára) saman. Jafnframt verða næstu viðburðir skipulagðir í samráði við þá sem mæta.

Hist er í húsakynnum KVAN, Háabraut 1a, 200 Kópavogi (Safnaðarheimili Kópavogskirkju, gengið er inn að neðanverðu).

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið lilja@kvan.is

Þeir sem vilja fara í norrænu sumarbúðirnar eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Norrænu sumarbúðirnar 2017

Norrænu sumarbúðirnar 2022

By Fréttir, Uncategorized, Unglingastarf

Sumarbúðir norrænna hjartaunglinga verða haldnar í Danmörku vikuna 24. – 31. júlí 2022. Boðið verður upp á metnaðarfulla dagskrá þar sem áhersla er lögð á að allir fái að njóta sín og blómstra. Undanfarin ár hefur verið dýrmætt að fylgjast með unglingunum mynda traust jafningjasambönd í sumarbúðunum.

Fyrir hverja:

Sumarbúðirnar eru fyrir 14-18 ára unglinga (fæddir eru 2004-2008) með meðfædda hjartagalla. Í heildina taka 50 unglingar þátt en þeir koma frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Í sumarbúðunum verður starfandi hjúkrunarfræðingur auk þess sem hvert land sendir 2 farastjóra út með krökkunum.

Arnar Þór Hjaltested og Margrét Ásdís Björnsdóttir verða farastjórar í ferðinni og munu halda vel utan um hópinn.

Verð:

75.000 krónur. Innifalið í verði er flug, afþreying, fullt fæði og gisting.

Skráning:

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í Norrænu sumarbúðirnar eru beðnir um að hafa samband við Neistann með því að hringja í síma 899-1823 eða með því að senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is. Þar sem takmarkað pláss er í sumarbúðirnar ganga þeir fyrir sem ekki hafa farið áður. Umsóknarfrestur er til 11. apríl 2022.

Facebook hópur unglingastarfsins

Hjarta í góðum höndum

Styrktarsjóður

By Fréttir, Uncategorized

Við leitum eftir liðstyrk í Styrktarsjóð hjartveikra barna til þess að taka við stjórnarsetu af Sigríði Jónsdóttur, gjaldkera sjóðsins. Sjóðurinn er byggður upp af ávöxtun eigin fjármuna og frjálsum framlögum. Gjaldkeri hefur umsjón með fjárfestingum sjóðsins.
Áhugasamir eru hvattir til þess að hafa samband með því að hringja í síma 899-1823 eða með því að senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is

Styrktarsjóður hjartveikra barna gegnir mikilvægu hlutverki og veitir fjölskyldum hjartveikra barna fjárhagslegan stuðning. Úthlutanir fara fram þrisvar á ári og sjóðnum er m.a. ætlað að létta undir varðandi tekjumissi og kostnað hjartafjölskyldna tengdan aðgerðum og rannsóknum.

Stjórn Neistans

Í stjórn styrktarsjóðsins sitja:
Guðrún Pétursdóttir – formaður
Össur Skarphéðinsson – varaformaður
Sigríður Jónsdóttir – gjaldkeri
Gunnlaugur Sigfússon -meðstjórnandi
Kristín Ólafsdóttir – varastjórn