Skip to main content
Monthly Archives

apríl 2022

Neistinn logo

Styrktarsjóður hjartveikra barna

By Fréttir, Uncategorized

Næsti úthlutunarfundur Styrktarsjóðs hjartveikra barna verður þriðjudaginn 3. maí. Fjölskyldur sem orðið hafa fyrir fjárhagsörðugleikum vegna veikinda barna sinna eru hvattar til að sækja um styrk fyrir þann tíma.

Styrktarumsókn
Fylla þarf út umsókn um fjárstyrk og láta læknisvottorð fylgja með. Umsókninni er síðan skilað til:
Gunnlaugs Sigfússonar barna-hjartasérfræðings
Barnaspítala Hringsins
101 Reykjavík

Styrktarumsókn 

Allar nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Neistans, í síma 899-1823 eða með því að senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is.

Sumarbúðir

Þakklæti, gleði og vinátta

By Fréttir, Uncategorized

Margrét Ásdís fyrrum hjartabarn og annar fararstjóri Neistans í Norrænu sumarbúðirnar segir hér frá sinni upplifun af sumarbúðunum.

Árið 2008, þá 14 ára, fór ég í norrænu sumarbúðirnar í fyrsta sinn. Ég ákvað að slá til og skella mér með þrátt fyrir að hafa aldrei heyrt um sumarbúðirnar áður né þekkti þá sem væru að fara. Við vorum bara tvær sem fórum frá Íslandi. Ég og Guðný Sif fórum ásamt fararstjóra og var förinni heitið til Svíþjóðar.

Þrátt fyrir að við þekktumst ekkert varð þessi ferð ein sú skemmtilegasta sem ég hef upplifað. Ég var alls ekkert viss um að fara en ákvað svo að slá til og skella mér. Þetta er ákvörðun sem ég sé sko ekki eftir. Við fórum í skemmtigarða, í leiki, í verslunarferð, vatnsstríð, kvöldvökur og allskonar aðra afþreyingu ásamt því að fá nægan tíma til þess að kynnast hinum krökkunum og mynda vinasambönd. Ekki nóg með að fá að fara til útlanda kynntumst við öðrum unglingum og mynduðum vinasambönd sem eiga eftir að endast okkur í mörg ár, jafnvel út ævina.

Í þessari fyrstu ferð í NYC (Nordic Youth Camp) ákvað ég fara á hverju ári ef ég ætti kost á því. Ári seinna var förinni heitið til Noregs en þá var hópurinn orðinn stærri. Við fórum sex unglingar saman frá Íslandi og eyddum frábærri viku í yndislegum félagsskap með góðum vinum, bæði vinum sem við höfðum kynnst árinu áður í Svíþjóð en einnig nýjum vinum. Ég endaði á því að fara fjögur ár til fjögurra mismunandi landa og alltaf var jafn gaman í sumarbúðunum. Hvort sem það var úrhellis rigning í Danmörku, fjórhjólaferð á Íslandi eða bara að hanga uppi á herbergi með vinum frá hinum löndunum, þá eru þetta minningar um einstaklega skemmtilegar vikur sem ég er svo þakklát að hafa átt því aldrei hefði mig grunað hvað ég myndi skemmta mér vel.

Í dag er ég 28 ára og er orðin fararstjóri fyrir Neistann í þessum sömu sumarbúðum. Þegar ég hugsa til baka til áranna sem ég fór sjálf sem unglingur stendur helst upp úr gleðin og hvað var ótrúlega gaman að fara ásamt þakklæti yfir öllum vinunum sem ég eignaðist. Þetta eru dýrmætir vinir sem ég er ennþá í sambandi við, 14 árum seinna. Sumarbúðirnar eru stór hluti af því sem gerði unglingsárin eins skemmtileg og þau voru.  Ég hefði aldrei viljað missa af tækifærinu að fara.

Örfá pláss laus í sumarbúðirnar

By Fréttir

Það eru örfá pláss laus eftir í sumarbúðir norrænna hjartaunglinga verða haldnar í Danmörku vikuna 24. – 31. júlí 2022. Boðið verður upp á metnaðarfulla dagskrá þar sem áhersla er lögð á að allir fái að njóta sín og blómstra. Undanfarin ár hefur verið dýrmætt að fylgjast með unglingunum mynda traust jafningjasambönd í sumarbúðunum.

Fyrir hverja:

Sumarbúðirnar eru fyrir 14-18 ára unglinga (fæddir eru 2004-2008) með meðfædda hjartagalla. Í heildina taka 50 unglingar þátt en þeir koma frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Í sumarbúðunum verður starfandi hjúkrunarfræðingur auk þess sem hvert land sendir 2 farastjóra út með krökkunum.

Arnar Þór Hjaltested og Margrét Ásdís Björnsdóttir verða farastjórar í ferðinni og munu halda vel utan um hópinn.

Skráning:

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í Norrænu sumarbúðirnar eru beðnir um að hafa samband við Neistann með því að hringja í síma 899-1823 eða með því að senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is.

Facebook hópur unglingastarfsins

Neistinn logo

Aðalfundur Neistans 2022

By Fréttir

Aðalfundur Neistans verður haldinn miðvikudaginn 18. maí klukkan 20:30 á skrifstofu félagsins Borgartúni 28a

Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar félagsins lagðir fram
4. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning skoðunarmanns reikninga
7. Kosning formanns*
8. Kosning stjórnar**

*Kosið verður í sæti formanns til tveggja ára.
**Kosið verður í 3 sæti í stjórn til tveggja ára og 3 sæti í stjórn til 1 árs.

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eru beiðnir um að láta vita eigi síðar en 5 dögum fyrir aðalfund með því að senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is.

Saman

Systkinasmiðja fyrir 8-12 ára

By Fréttir

Helgina 30. apríl til 1. maí býðst systkinum hjartabarna að sækja grunnnámskeið sem Umhyggja í samstarfi við Systkinasmiðjuna stendur fyrir. Hópurinn hittist laugardaginn 30. apríl og sunnudaginn 1. apríl.

Námskeiðið er niðurgreitt að stórum hluta og þátttakendur greiða aðeins 3500 krónur. Greiðsluseðill er sendur í heimabanka forráðamanns eftir að skráning á sér stað.

Skráning á námskeið

Fyrir hverja?
Systkinasmiðjan er með námskeið fyrir krakka á aldrinum 8-12 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með sérþarfir.

Markmið:
Námskeið Systkinasmiðjunnar eiga að hjálpa börnum við að tjá sig um reynslu og upplifun sína af því að eiga systkini með sérþarfir.

Markmið námskeiðsins er að veita systkinunum:

  • Tækifæri til að hitta önnur systkini í skipulögðu og skemmtilegu umhverfi.
  • Tækifæri til að ræða við jafnaldra sína á jákvæðan hátt um margt sem tengist því að eiga systkini með sérþarfir.
  • Innsýn í það hvernig megi takast á við þær margbreytilegu aðstæður sem fylgja því að eiga systkini með sérþarfir.
  • Tækifæri til að læra meira um fötlun eða veikindi systkina sinna.

Hvenær:

Fyrsta námskeiðið verður haldið 30. apríl – 1. maí á Háaleitisbraut 13.

Framhald:

Framhaldsnámskeið fyrir þá sem komu grunnnámskeið seinasta haust er fyrirhugað í júní og verður auglýst bráðlega. Einnig er fyrirhugað að búa til unglingahóp fyrir 13-15 ára. Áhugasamir um slíkt eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu umhyggju með því að senda tölvupóst á netfangið info@umhyggja.is eða hringja í síma 552-4242.

MasterClass

Aðgangur að MasterClass streymisveitunni

By Fréttir

Félagsmenn Neistanum eru hvattir til að sækja um ókeypis ársárskrift að streymisveitunni MasterClass (www.masterclass.com). Inni á streymisveitunni miðla margir af færustu fyrirlesurum, frumkvöðlum og kennurum heims kunnáttu sinni og færni. Þetta er þar af leiðandi tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja styrkja sig og víkka út sjóndeildarhringinn.

Í boði eru 50 árspassar sem sótt er um á heimasíðu Umhyggju. Þegar úthlutun liggur fyrir verður hverjum og einum sendur aðgangstengill. Úthlutun hefst föstudaginn 8. apríl og mun standa þar til öllum pössum hefur verið úthlutað.

Sækja um árspassa

Þeir foreldrar sem þiggja foreldragreiðslur og eru þ.a.l. utan almenns vinnumarkaðar og skóla fá forgang að passa.

Hjarta í góðum höndum

Framkvæmdastjóri Neistans

By Fréttir

Neistinn leitar eftir öflugum og drífandi einstakling í starf framkvæmdarstjóra félagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ábyrgð á daglegum rekstri félagsins.
  • Skipulagning og þátttaka markaðssetningu félagsins.
  • Frumkvæði að stefnumótun, þróun og áætlanagerð.
  • Ábyrgð og umsjón með fjáröflun félagsins.
  • Þátttaka og ábyrgð á alþjóðlegu samstarfi.
  • Önnur verkefni í samráði við stjórn.
  • Góð þekking á samfélagsmiðlum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Stjórnunar- og leiðtogahæfileikar.
  • Hæfni til að leiða öfluga kynningu á starfsemi Neistans.
  • Góð tungumálakunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Lipurð í samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Sótt er um starfið í gegnum atvinnuleitarmiðilinn Alfreð