Skip to main content
Monthly Archives

september 2022

Reykjavík Escape og hamborgarafabrikkan

By Fréttir, Unglingastarf

Unglingahópur Neistans hittist aftur  síðastliðinn miðvikudag og áttu þau dúndur góðan tíma saman.

Farið var í Reykjavík Escape þar sem þau fóru í 2 herbergi, skipt var í tvo hópa þar sem annar fór í Prison Break og hin fór í Bank Heist. Allir skemmtu sér konunglega þrátt fyrir smá keppni á milli herbergja 😄

Eftir fjörið í Reykjavík Escape var haldið á Hamborgarafabrikkuna þar sem fengið var sér að borða og spjallað saman.

Mætingin var mjög góð og eru allir spenntir fyrir næsta hitting 🥰

Erum ótrúlega ótrúlega stolt af þessum flotta hóp og hlökkum til að sjá hann stækka og dafna ❤️

 

Unglingastarf Neistans er styrkt af heilbrigðisráðuneytinu.

Unglingahittingur 28. september

By Fréttir, Unglingastarf

Unglingahópur Neistans ætlar að hittast næstkomandi miðvikudag, 28. september !

Neistinn býður unglingum 13 – 18 ára i Reykjavík Escape, Borgartúni 6, kl 17:45. Eftir fjörið þar er ferðinni heitið á Hamborgarafabrikkuna þar sem hægt verður að spjalla yfir góðum mat 😊

Hægt er að melda sig á viðburðinn hér  

Eða senda póst á neistinn@neistinn.is – skráningu lýkur á hádegi 27. september ! ATH mikilvægt er að skrá sig.

Hlökkum til að sjá ykkur !

Birkir og Margrét Ásdís

 

Árshátíð 2022

By Fréttir

Árshátíð fyrir félagsmenn Neistans og Takts sem hafa náð 18 ára aldri verður haldin hátíðleg 8. október 2022!
Húsið opnar kl 18:30 með fordrykk og mun Grillvagninn síðan sjá um að enginn fari út í nóttina svangur.

Veislustjóri verður sá eini og sanni Lárus Blöndal, einnig þekktur sem Lalli töframaður, hann mun halda uppi fjörinu og þegar líður á kvöldið mun Dj Spotify taka við keflinu.

Happdrættið verður á sínum stað með stórglæsilegum vinningum ásamt því að hægt verður að festa gleðina á filmu í myndabásnum fræga !

Kaffi og gos í boði en aðra drykki komum við með okkur sjálf 🥂

Verðið eru litlar 5.500 kr á haus og millifærsla fer inn á eftirfarandi reikning: 0133-26-011755 kt: 490695-2309 og senda svo staðfestingu á neistinn@neistinn.is

Hægt er að skrá sig og greiða til 3.október og miðar verða afhentir við innganginn

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga frábæra stund saman ❤️