Aðalfundur Neistans fór fram þann 18. maí síðastliðinn.
Kosið var í 6 sæti stjórnar auk formanns.
Ragna Kristín Gunnarsdóttir og Sara Jóhanna Jónsdóttir gáfu ekki kost á sér áfram en Neistinn þakkar þeim kærlega fyrir störf þeirra í þágu félagsins.
Jónína Sigríður Grímsdóttir var kjörinn formaður og í stjórn félagsins sitja nú:
- Jónína Sigríður Grímsdóttir– formaður
- Anna Steinsen – meðstjórnandi
- Elín Eiríksdóttir – meðstjórnandi
- Guðrún Bergmann Franzdóttir– meðstjórnandi
- Guðrún Kristín Jóhannesdóttir– meðstjórnandi
- Hrafnhildur Sigurðardóttir – meðstjórnandi
- Katrín Björgvinsdóttir– meðstjórnandi
Neistinn er heppinn að fá slíkar kraftmiklar kjarnakonur til liðs við sig og við hlökkum mikið til komandi tíma með þessari öflugu stjórn. Skipað verður í hlutverk stjórnar í júní.
Ellen Helga Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, hefur látið af störfum.
Neistinn þakkar Ellen fyrir þann tíma sem hún starfaði fyrir félagið og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.